Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Jafnaðarmenn eiga að sameinast

fimmtudagur, 17. maí 2007

 

 

Stórt skref var stigið í  átt til sameiningar vinstri manna, þegar Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagiðð ákváðu að sameina flokkana. Það hafði lengi verið draumur jafnaðarmanna á Íslandi að sameina jafnaðarmenn í einn stóran jafnaðarmannaflokk. Því miður  náðist ekki fullkomin sameining. Hluti Alþýðubandalagsins fékkst ekki, þegar á reyndi til þess að taka þátt í þessari sögulegu sameiningu.Þeir stofnuðu nýjan flokk,Vintri hreyfinguna grænt framboð. Það var mikið ógæfuspor og seinkaði algerri  sameiningu jafnaðarmanna um mörg ár. Þess vegna er staðan eins og hún er nú eftir nýafstaðnar þingkosningar: Jafnaðarmenn klofnir í tvær fylkingar,Samfylkinguna og Vinstri græn. Samfylkingin er með 18 þingmenn og Vinstri græn með 9. Þettu eru alls 27 þingmenn. Það væri myndarlegur hópur hjá sameinuðum jafnaðarmannaflokki og  fleiri þingmenn  en íhaldið er með sem hefur nú 25 þingmenn.

 

Sagan endurtekur sig

 

Hvað á þessi klofningur íslenskra jafnaðarmanna að standa lengi? Hvað eiga deilur Samfylkingar og Vinstri grænna að endast? Samkomulag milli þessara flokka var þokkalegt í kosningabaráttunni en strax eftir kosningar byrjaði hnútukast milli þeirra á ný. Því miður minnir samband Samfylkingar og Vinstri grænna mjög mikið á  samskipti Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Sagan er að endurtaka sig. Hvers vegna eru íslenskir jafnaðarmenn  öðru vísi innstilltir en jafnaðarmenn á hinum Norðurlöndunum, þar sem jafnaðarmenn hafa borið gæfu til þess að  sameina krafta sína  í stórum jafnaðarmannaflokkum?

 

Málefnaágreiningur er lítill

 

 Málefnaágreiningur er mjög lítill milli  Samfylkingar og Vinstri grænna.Heita má,að enginn ágreiningur sé í innanlandsmálum eftir að Samfylkingin markaði nýja stefnu í umhverfismálum,Fagra Ísland. Það er lítils háttar ágreiningur í landbúnaðarmálum en aðalágreiningur flokkanna er í utanríkismálum, þ.e. í afstöðunni til Evrópusambandsins. En í jafnaðarmannaflokkum úti í Evrópu er víða mikill ágreiningur um utanríkismál og  því gætu mismunandi sjónarmið í þeim málum rúmast innan sameinaðs stór jafnaðarmannaflokks hér.

 Ef mynduð hefði verið vinstri stórn nú, þ.e. stjórn Samfylkingar,Vinstri grænna og Framsóknar hefði það greitt fyrir auknu samstarfi vinstri flokkanna og stuðlað að sameiningu þeirra síðar meir. En samstarf  annars hvors vinstri flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn torveldar að sama skapi samstarf og sameiningu þessara flokka. Það verða stanslausar deilur milli þessara vinstri flokka, ef annar þeirra fer í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Mér list ekki á það.

 

 Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Mbl. 1.júní 2007



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn