|
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgarafimmtudagur, 16. febrúar 2017
| Hvað þarf eldri borgari mikið sér til framfærslu? Í dag hefur sá sem þarf að treysta eingöngu á almannatryggingar, 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.(Þeir,sem eru í hjónabandi eða sambúð).Þetta er ekki prenvilla.Lífeyrir þessa fólks nær ekki 200 þúsund kr á mánuði eftir skatt á sama tíma og sagt er ,að góðæri sé á Íslandi og meðaltekjur í þjóðférlaginu eru 620 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.
Miklar launahækkanir sl. 2 ár
Undanfarin 2 ár hafa orðið gifurlega miklar launahækkanir í landinu.Launafólk,faglært og ófaglært, hefur fengið hækkanir á bilinu 14,5-55%.Alþingismenn fengu 55% launahækkun á síðasta ári,ráðherrar fengu 44% hækkun og æðstu embættismenn fengu allt að 48% hækkun á síðasta ári,sem gilti afturvirkt í 18 mánuði! Á meðan þessar miklu hækkanir áttu sér stað voru aldraðir og öryrkjar skildir eftir.Þeir fengu mjög litla hækkun á lífeyri sínum.Um áramótin fengu þeir eldri borgarar,sem nú hafa 197 þúsund krónur á mánuði 12 þúsund króna hækkun á mánuði.Það voru öll ósköpin.
Lífeyrir dugar ekki fyrir öllum útgjöldum
Það er engin leið að lifa sómasamlegu lífi af 197 þúsund krónum á mánuði.Húsaleiga hefur stórhækkað svo og allur húsnæðiskostnaður.Algeng húsaleiga fyrir 2ja-3ja herbergja íbúð er í dag 130-200 þúsund kr á mánuði. Þegar búið er að borga húsaleigu,rafmagn og hita er lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum,mat,fatnaði,hreinlætisvörum,síma,sjónvarpi og rekstri tölvu. Erfitt eða ókeift er að reka bíl af þessum lága lífeyri.Ef ekki er um bíl að ræða þarf að borga í strætisvagnagjöld eða annan samgöngukostnað. Lífeyrir er svo naumt skammtaður til aldraðra, að algengt er, að hann dugi ekki fyrir öllum brýnustu útgjöldum.Læknishjálp og lyf verða oftast útundan og stundum matur.Slík meðferð á öldruðum er að sjálfsögðu brot á stjórnarskránni, brot á mannréttindum.
Naumt skammtað til aldraðra
Hvernig stendur á því,að velferðarlandið Ísland skammtar eldri borgurum svo nauman lífeyri og hér hefur verið lýst? Það er óskiljanlegt.Ráðamenn tala mikið um það, að efnahagsmálin séu í góðu lag ; góðæri sé mikið. En góðærið hefur alveg farið framhjá eldri borgurum.Lífeyrir á ekki aðeins að duga fyrir brýnustu nauðsynjum; lífeyrir á að duga til þess að aldraðir geti lifað með reisn þetta síðasta skeið ævi sinnar.Þeir þurfa að geta veitt sér eitthvað og gefið barnabörnum sínum jólagjafir og afmælisgjafir.
Lyfta þarf kjörum aldraðra myndarlega!
Það hefur verið reiknað út, að hin Norðurlöndin verji um það vil 100 milljörðum meira á ári til eldri borgara,öryrkja og velferðarkerfisins í heild en gert er hér á landi.Þó er hagvöxtur meiri hér en þar og hefur verið um skeið og Ísland er ekki síður ríkt en hin Norðurlöndin, ef til vill ríkara.Hvers vegna eru kjör aldraðra og öryrkja þá svo miklu verri hér en á hinum Norðurlöndunum.Ég tel,að að sé vegna skilningsleysis íslenska stjórnmálamanna á vanda eldri borgara og öryrkja á Íslandi.Hér þarf að verða breyting á .Það er kominn tími til þess að lyfta kjörum aldraðra og öryrkja myndarlega upp. Ég tel,að lágark fyrir eldri borgara og öryrkja sé 400 þúsund á mánuði fyrir skatt,305 þúsund eftir skatt.Það er engin leið að lifa sómasamlegu lífi af lægri upphæð.
Björgvin Guðmundsson
fyrrverandi borgarfulltrúi
Birt í Mbl. 16.feb. 2017
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|