|
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!fimmtudagur, 2. mars 2017
|
Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin.Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli.Á síðasta ári dvöldust 2407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum.Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1372.Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því, sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2000 eldri borgarar á hjúkrunar-og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2710.
Það hefur verið mikið vandamál undanfarn ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir.Biðtiminn eftir rými þar er nú rúmlega 6 mánuðir skv upplýsingm landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verð hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili i dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili.Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekkir að dvalist sé lengur í heimahúsi .Heilsunni getur hrakað ört, þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í 6 mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks, þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili..Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill.
Æskilegt er,að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum.En þar eru einnig vandamál.Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða..Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun.Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja.Stjórvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu.Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum.
Samandregið er ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk.Lífeyrir sá ,sem stjórnvöld skammta öldruðum, dugar ekki til framfærslu.Aldraðir, sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf.Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki.Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð.
Björgvin Guðmundsson
Viðskiptafræðingur
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|