|
Hækka verður lífeyri aldraðra verulega næsta árþriðjudagur, 12. apríl 2011
| Unnið er nú að endurskoðun almannatrygginga.Þetta er önnur tilraunin til endurskoðunar á stuttu tímabili.Þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde fól hún Stefáni Ólafssyni, prófessor, formennsku í endurskoðunarnefnd almannatrygginga.Stefán skilaði skýrslu og lagði þar til, að gerðar yrðu ýmsar tilfærslur innan almannatrygginga en ekkert nýtt fé sett inn í kerfið.Ég gagnrýndi þessar tillögur harðlega..Núverandi velferðarráðherra hefur skipað nýja endurskoðunarnefnd undir forustu Árna Gunnarssonar.Af þeim fréttum, sem ég hefi fengið af störfum nefndarinnar, sýnist mér nefndin hafa fallið í sömu gryfju og nefnd Stefáns Ólafssonar: Aðalatriðið nú er sameining flokka og tilfærslur en engin almenn hækkun lífeyris aldraðra.Örlítið á þó að breyta tekjutengingum tryggingabóta þannig, að skerðing tryggingabóta vegna vissra tekna minnki en mjög lítið.
Segja má, að bætur aldraðra hafi verið frystar í tæp 3 ár eða frá janúar 2009.Auk þess má nefna, að um áramótin 2008/2009 fengu ¾ lífeyrisþega aðeins hálfar verðlagsbætur, þ.e. 9,6% í stað tæplega 20% eins og verðbólgan hafði verið. Næstu 2 árin hækkaði kaup láglaunafólks um 16% en bætur hækkuðu ekkert.1.júní í ár hækkuðu lágmarkslaun um 10,3% en lægstu bætur aldraðra og öryrkja hækkuðu aðeins um 6,5%.Hér munar 3,8% stigum.Og nú ákveður ríkisstjórnin að bætur eigi aðeins að hækka um 3,5% næsta ár í stað 6% eins og samkomulag sagði til um samkvæmt áliti ASÍ. Þar munar 2,5% stigum.Eftir þessa meðferð stjórnvalda á eldri borgurum og öryrkjum er það ákveðin krafa, að kjörin verði þegar leiðrétt, lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður strax.Stjórnvöld hafa haft af eldri borgurum og öryrkjum marga milljarða undanfarið. Og ætlunin er að snuða bótaþega um rúma 2 milljarða næsta ár miðað við upplýsingar fjárlagafrv. Hækkun bóta kostar ríkið 3 milljarða næsta ár, þ.e. 3,5% hækkun en 2,5% hækkun bóta til viðbótar liggur óbætt hjá garði.Sagt er, að ætlunin sé að setja einhverja fjárupphæð inn í kerfi almannatrygginga 2013 til þess að kosta breyttar tekjutengingar tryggingabóta. Ef til vill ætlar ríkisstjórnin að skila bótaþegum einhverju af þeirri fjárhæð, sem hún hefur haft af þeim undanfarið, eða ef til vill að skila sem svarar því, sem á að hafa af bótaþegum 2012.Og hvað með þá fjármuni, sem búið var að semja um að verja til þess að draga úr víxlverkunum lífeyrissjóðsgreiðslna og tryggingabóta.Það voru 2 milljarðar eða rúmlega það. Miklar vonir voru bundnar við þetta samkomulag ríkisstjórnar og lífeyrissjóðanna frá því fyrir tæpu ári.Meðal annars gerði samkomulagið ráð fyrir því, að frítekjumark lífeyris aldraðra frá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði yrði hækkað í áföngum í 27.400 krónur á mánuði á tímabilinu 2013-2015. Ekki er unnt að rifta því samkomulagi nema hlutaðeigandi aðilar séu samþykkir því. Ríkið lofaði 2 milljörðum vegna þess. Ætlar ríkið að leggja fram nýtt fjármagn vegna endurskoðunar almannatrygginga?
Afnema verður skerðingu tryggingabóta aldraðra að fullu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Þetta má gera í tveimur áföngum. Það er ekkert gagn í því að draga lítillega úr skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Lágmarks frítekjumark vegna lífeyrissjóðsgreiðslna er að mínu mati 150 þúsund krónur á mánuði.Samhliða þessari breytingu þarf að afturkalla þá breytingu,sem gerð var á útreikningi grunnlífeyris 2009. TR.Ég minni á, að þessar ráðstafanir frá miðju ári 2009 voru tímabundnar og áttu að hámarki að gilda í 3 ár.Það verður að standa við það og afturkalla strax.Þar með fær fjöldi eftirlaunamanna sinn grunnlífeyri á ný eins og ætlast var til í upphafi.Ég tel,að grunnlífeyrir eigi að halda sér.Þá þarf einnig að hækka á ný frítekjumark vegna atvinnutekna. Það ætti einnig í byrjun að vera 150 þúsund krónur á mánuði og hækka á ný síðar. Að mínu mati á að halda frítekjumörkum þó breytt verði lítillega tekjutengingum tryggingabóta við endurskoðun almannatrygginga.
Að lokum vil ég undirstrika, að lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar hvergi nærri til sómasamlegrar framfærslu. Það verður að hækka hann verulega strax eða 2012 og eðlilegast er að hækka hann í áföngum til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar ( dæmigert neysluviðmið er samhljóða niðurstöðu neyslukönnunar).Endurskoðun almannatrygginga verður að taka á hækkun lágmarkslífeyris aldraðra og á almennri hækkun lífeyris aldraðra. Það kemur ekki til greina að leggja fram tillögur um endurskoðun almannatrygginga án þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja almennt.Tilgangur endurskoðunar á að vera að bæta kjör aldraðra og öryrkja en ekki tilfærslur innan kerfisins.Ég tel einnig óeðlilegt að skerða stórlega lífeyri aldraðra og öryrkja við það, að þeir fari í sambúð eða hjónaband.Annað hvort á lífeyririnn að vera sá sami eða með litlum mun.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Morgunblaðinu 3.des. 2011
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|