Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Fimm milljarðarnir!

þriðjudagur, 1. janúar 2008

Ríkisstjórnin gaf yfirlýsingu 5.desember sl. um að hún ætlaði einhvern tímann á næsta ári að draga úr skerðingum tryggingabóta aldraðra og öryrkja.Ríkisstjórnin sagði,að þssar ráðstafanir mundu kosta 5 milljarða á ári. Að kvöldi sama dags var viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur,félagsmálaráðherra um þessar ráðstafanir  í kastljósi Sjónvarpsins.Fréttakonan, sem ræddi við Jóhönnu, spurði með öndina í hálsinum: Og getur ríkisstjórnin  bara tekið 5 milljarða sí sona ( úr loftinu) Jóhönnu vafðist   tunga um tönn en hafði ekki fyrir því að leiðrétta fréttakonuna.Ljóst var, að samúð fréttakonunnar var öll með ríkisstjórninni en ekki  með öldruðum og öryrkjum. Fréttakonan hafði áhyggjur af því hvernig í ósköpunum ríkisstjórnin gæti látið heila 5 milljarða til aldraðra og öryrkja.Hún reiknaði greinilega með því að það yrði að reiða þessa peninga fram strax .Ef hún hefði unnið heimavinnu sína hefði hún komist að því, að þessar  væntanlegu ráðstafanir, sem átti eftir að  samþykkja á alþingi, hefðu ekki kostað  ríkissjóð nema 2,6 milljarða að  hámarki á árinu 2008.Og ef hún hefði kafað dýpra í málið hefði hún komist að því, að  þessar miklu ráðstafanir í þágu öryrkja og aldraðra hefðu ekki kostað neitt á árinu 2008. Samkvæmt könnun og útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst aukast skatttekjur ríkissjóðs um 4 milljarða  á ári við það að draga úr skerðingu tryggingabóta aldraðra.
 
Var þetta sjónarspil?
 
Það er búið að japla á þessum 5 milljörðum stöðugt síðan ríkisstjórnin gaf umrædda yfirlýsingu sína. Í hvert sinn,sem einhver ráðherra opnar munninn segir hann,að ríkisstjórnin sé að láta aldraðra og öryrkja fá 5 milljarða. En engum þeirra hefur dottið í hug  að nefna það, að miklar auknar skatttekjur kæmu á móti, það miklar að þær mundu sennilega duga fyrir  öllum útgjöldum vegna umræddra ráðstafana.
 Það liggur við, að  tilkynningin um ráðstafanir í þágu aldraðra og öryrkja sé eitt sjónarspil. Hvers vegna þurfti að tilkynna í desember  sl. um einhverjar ráðstafanir, sem gera átti vorið 2008 og í lok þess árs? Hvers vegna voru þessar ráðstafanir ekki látnar taka gildi strax? Og hvers vegna var lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekki hækkaður? Það er brýnast að hækka hann. Það er enn brýnna en að draga úr tekjutengingum. En hækkun lífeyris kostar ríkissjóð meira og  ríkissjóður fær ekki til baka auknar skatttekjur við að hækka lífeyrií. Þess vegna er lífeyrir aldraðra frá TR  látinn standa óbreyttur.
 
 
Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn