Það er nú orðið ljóst,að þrýsta á fjölmiðlafrumvarpinu gegnum þingið með hraði.Ríkisstjórnin virðist telja,að málið þoli ekki langa og vandaða umræðu.Allherjarnefnd gerði nokkrar veigalitlar breytingar á frumvarpinu. Má segja,að eftir þær sé öruggt að frumvarpið lendi ekki á neinum öðrum en Norðurljósum.
Frv. verra en talið var
Kristinn H.Gunnarsson þingmaður Framsóknar,sagði í gær,10.mai,að frumvarpið væri mikið verra en hann hefði talið. Hann sagði,að það væri engin leið að gera vitrænar breytingar á frumvarpinu.Það væri svo slæmt. Það bryti bæði í bága við stjórnarskrána og EES samninginn.
Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar kemur fram,að vera kunni að frumvarpið brjóti gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar en þá verði að koma til skaðabætur.Með öðrum orðum: Það er í lagi að bjóta stjórnarskrána ef skaðabætur verða greiddar! Nær hefði verið að breyta frumvarpinu þannig,að það bryti örugglega ekki stjórnarskrána.
Enginn þorir að hafa sjálfstæða skoðun nema Kristinn
Menn hafa orðið áhyggjur af stjórnarfarinu og þingræðinu. Svo virðist sem enginn þingmaður þori að hafa sjálfstæða skoðun í fjölmiðlamálinu nema Kristinn H.Gunnarsson. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast múlbundnir,þar á meðal hinir nýju ungu þingmenn. Og hið sama er að segja um þingmenn Framsóknar.Í báðum flokkum virðast foringjarnir hafa einræðisvald.Ráðherrar Framsóknar þora ekki að hafa sjálfstæða skoðun af ótta við að missa ráðherrastólinn. Óbreyttir þingmenn Framsóknar þora ekki að hreyfa sig af ótta við foringjann. Þeir ganga með ráðherra í maganum. Það er aðeins einn þingmaður í öllu stjórnarliðinu sem þorir að segja skoðun sína á fjölmiðlafrumvarpinu en það er Kristinn H.Gunnarsson.
Markmiðið að leggja Norðurljós í rúst
Það virðist markmið ríkisstjórnarinnar að leggja Norðurljós í rúst.Sjálfstæðisflokkurinn vill, að Skjár 1 nái yfirráðum í Norðurljósum en á Skjá 1 eru Sjálfstæðismenn við völd. Framsókn drattast með og fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum.Það er vegna þess,að Framsókn á að fá fundarstjóra ríkisstjórnarinnar!
Björgvin Guðmundsson |