Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Eigum við að hleypa útlendingum inn í orkufyrirtækin og sjávarútveginn hér?

miðvikudagur, 3. október 2007


Spurningin  um fjárfestingar  erlendra aðila  í  íslenskum sjávarútvegi og  í orkufyrirtækjum hér á landi kemur alltaf öðru hverju upp. Nú er þessi spurning til umræðu af tveimur ástæðum: Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd til þess að fjalla um málið.Og erlendir aðilar hafa keypt hlut í íslenska orkufyrirtækinu Geysir Green Energy.

Með því að Geysir  Green  Energy á  hlut í Hitaveitu  Suðurnesja hafa útlendingar með þessari fjárfestingu eignast hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Þeir hafa smeygt sér bakdyramegin inn í hitaveituna. 

 

Þarf að rýmka reglurnar?

 

Viðskiptaráðherra vill endurskoða reglur um fjárfestingar  erlendra aðila á Íslandi, þar á meðal í sjávarútveginum. Af ummælum ráðherra um málið má skilja, að hann vilji auðvelda útlendingum fjárfestingar hér á landi. En eru reglurnar ekki nógu liprar í dag? Ég tel, að svo sé. Það er í dag frjálst fyrir útlendinga að fjárfesta í úrvinnslu fisks. Hömlurnar eru  til  þess að koma í veg fyrir, að útlendingar komist  inn í fiskveiðar okkar og frumvinnslu fisks.Þeir geta því ekki keypt fiskiskip okkar og frumvinnslu í fiski eins og frystingu,söltun og herslu. En þeir geta stofnað hér fyrirtæki til framleiðslu og pökkunar á vörum úr frystum,söltuðum og hertum fiski og þar eru vissulega miklir möguleikar og þar á meðal framleiðsla á tilbúnum fiskréttum margs konar.En útlendingar hafa ekki sýnt mikinn   áhuga á að nýta sér frelsið i þessum greinum. Ef til vill er þeim almennt ekki kunnugt um að það  sé frjálst að fjárfesta í þeim eða ef til vill vilja þeir aðeins komast inn í fiskveiðar okkar og frumvinnslu. Ég tel,að ekki eigi  að hleypa útlendingum lengra inn í sjávarútveg okkar en núgildandi lög og reglur leyfa.

 

Stöndum vörð um orkufyrirtækin

 

En hvað með orkufyrirtæki okkar? Eigum við   að hleypa erlendum aðilum inn í Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Ég  segi  nei. Ef við  hleypum útlendingum inn í Landsvirkjun og Orkuveitu  Reykjavíkur verða þeir fljótir að gleypa þau fyrirtæki. Þetta er mjög góð fyrirtæki, sem við höfum byggt upp. Við eigum að standa vörð um þau.Við getum   látið þessi fyrirtæki hasla sér völl erlendis  og flytja út okkar tækniiþekkingu. Við þurfum ekki að  selja erlendum aðilum hluti í þessum fyrirtækjum í því skyni..Ef erlendir aðilar eignast þessi fyrirtæki okkar, munu þeir strax stórhækka verðið á vatni og rafmagni til þess að hámarka gróða  sinn. Þeir munu þá ekkert skeyta um hag  íslenskra neytenda

Hér eru alvarlegir hlutir að gerast.Erlendir aðilar eru að smeygja sér inn í íslensk orkufyrirtæki. Hér þarf strax  að spyrna við fæti. Ef ekki verður lagt bann við fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum orkufyrirtækjum  geta þeir á skömmum tíma eignast öll orkufyrirtæki landsmmanna.

 

Misvísandi yfirlýsingar

 

Íslenskir stjórnmálamnn virðast ekki hafa mótað sér ákveðna stefnu í þessum málum, þar eð yfirlýsingar þeirra eru mjög misvísandi.Þeir segja sumir, að í lagi sé að fá erlenda aðila inn í "útrás" íslenskra orkufyrirtækja..Og svo segja aðrir, að nóg sé að gæta þess að erlendir aðilar komist ekki inn í grunnþjónustuna  eða  almannaþjónustuna,  þ..e..vinnslu og dreifingu á vatni og rafmagni til almennings.En það er ekki nóg að mínu mati.Þessir þættir eru ekki aðgreindir hjá öllum orkufyrirtækjum.Og svokölluð  " útrás" er ekki aðgreind frá öðrum rekstri í öllum orkufyrirtækjum. Það er því hreinlegast að halda útlendingum frá íslenskum orkufyrirtækjum.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Mbl. 1.nóvember 2007

 

 



 
 
 
Vefstjórn




N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn