|
Pólitískur kattarþvotturþriðjudagur, 18. janúar 2005
|
Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali við Guðmund Steingrímsson á Skjá 1 sl. sunnudag,að sú ákvörðun Íslands að vera á lista hinna staðföstu þjóða hefði ekki verið tekin í ríkisstjórn.Hefði sú ákvörðun verið tekin af Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni.Þegar Guðmundur Steingrímsson heyrði þetta sagði hann,að Kristinn H.Gunnarsson alþingismaður hefði þá haft rétt fyrir sér í þessu efni.Guðni tók undir það.Þessi yfirlýsing Guðna vakti mikla athygli og vangaveltur um mikinn ágreining milli formanns og varaformanns Framsóknarflokksins.
Í gær gaf forsætisráðherra yfirlýsingu um þetta mál en neitaði að ræða það við fjölmiðla. Yfirlýsing forsætisráðherra er alger kattarþvottur og ekkert nýtt er að finna í henni.Þar er málinu áfram drepið á dreif og sagt,að tillögu VG um að hafna árás á Írak hafi verið vísað frá í utanríkismálanefnd og “Íraksmálið” hafi verið rætt í ríkisstjórn 2 dögum fyrir innrás í Írak.Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu stendur það óhaggað,sem forsætisráðherra sagði sjálfur í Kastljósi 6.desember sl.,að engin formleg ákvörðun var tekin í ríkisstjórn um stuðning við innrás í Írak. Og það var ekki lagt fyrir utanríkismálanefnd að Ísland yrði á lista hinna staðföstu þjóða,sem studdu innrásina. Almennar umræður um Íraksmálið skipta ekki máli í því sambandi.
Ljóst er,að Guðni Ágústsson hefur fengið bágt fyrir yfirlýsingu sína í sjónvarpi sl. sunnudag. Í Morgunblaðinu í dag,18.janúar,birtist yfirlýsing frá Guðna þar sem hann dregur nokkuð í land. Er ljóst,að hann hefur fengið fyrirskipun um það. Í sama blaði birtist yfirlýsing frá Árna Magnússyni,félagsmálaráðherra,um að hann ætli ekki að bjóða sig fram gegn Guðna sem varaformaður!Hér er greinilega um valdatafl að ræða í Framsóknarflokknum. Guðna fannst sótt að sér og lét pólitískar yfirlýsingar flakka,sem komu formanni Framsóknar illa. Það er þá gengið í það að miðla málum og Guðni fær nokkurs konar “pólitiska tryggingu” fyrir því að ekki verði reynt að fella hann við varaformannskjör. Þá dregur hann í land í Íraksmálinu. Þannig er pólitíkin.
Björgvin Guðmundsson
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|