Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Sjálfsgagnrýni Morgunblaðsins

þriðjudagur, 13. júní 2006

 

 

 

Morgunblaðið gagnrýnir  Samfylkinguna harðlega í forustugrein 10.júní sl. Finnur blaðið Samfylkingunni allt til foráttu en þó einkum það, að Samfylkingin sé ekki nógu stefnuföst! Grein þessi er hin furðulegasta einkum, þegar tekið er tillit til þess, að síðustu daga og vikur hefur Morgunblaðið verið að mæra og prísa Framsóknarflokkinn stöðugt í forustugreinum og í Reykjavíkurbréfum. Enda þótt Framsóknarflokkurinn hafi logað allur í illdeilum og   alger upplausn ríkt í flokknum hefur Morgunblaðið stöðugt verið að hrósa flokknum.Ekki er þó stefnufestunni fyrir að fara hjá Framsókn nú fremur en áður.Auk þess hefur Morgunblaðið hrósað Vinstri grænum upp í hástert undanfarið  og er greinlegt, að Sjálfstæðismenn vilja hafa Vinstri græna til taks sem nýja hækju, ef Framsókn dugar ekki lengur. Morgunblaðið ræðst á Samfylkinguna en hrósar Framsókn og Vinstri grænum.

 

 Er þetta sjálfsgagnrýni?

 

Athyglisvert er, að það sem Morgunblaðið gagnrýnir Samfylkinguna fyrir er það sem helst má finna að Sjálfstæðisflokknum.Þannig gagnrýnir  Morgunblaðið Samfylkinguna fyrir skort á stefnufestu í varnarmálum. En hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í varnarmálum? Hún er sú að bíða eftir  því sem Bandaríkjamenn vilja gera í varnarmálum Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga sjálfstæða stefnu í varnarmálum.Samfylkingin hefur hins vegar viljað taka upp samstarf við Evrópu í varnarmálum vegna þess að Bandaríkin hafa brugðist. Samfylkingin vill,að Ísland taki sjálft frumkvæði í varnarmálum en bíði ekki eftir útspili frá Bandaríkjunum. Mbl. gagnrýnir Samfylkinguna einnig fyrir stefnuna í málefnum Evrópusambandsins og segir flokkinn ekki vita í hvora löppina  hann eigi að stíga í þeim málum. En hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í málum ESB. Hún er sú,að segja ekki neitt! Meðan Davíð stjórnaði  mátti ekki tala um ESB. Og flokksmenn létu bjóða sér það. Núna er flokkurinn klofinn í tvennt í málinu. Annar hlutinn vill skoða ESB aðild jákvætt.Hinn hlutinn má ekki heyra ESB nefnt. Stefna Samfylkingarinnar er skýr í þessu máli. Flokkurinn vill ákveða samningsmarkmið  Íslands í viðræðum við ESB og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðsu um þau.Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar 10.júní  kom fram, að Samfylkingin vill þegar í stað taka upp aðildarviðræður við ESB og láta reyna á samningsmarkmið Íslands. Stefna Samfylkingarinnar er því  skýr en Sjálfstæðisflokkurinn er villuráfandi í flestum stórmálum.Þegar Morgunblaðið er að gagnrýna Samfylkinguna fyrir stefnuleysi í varnarmálum og málefnum ESB er í rauninni um sjálfsgagnrýni að ræða. Morgunblaðið er í rauninni að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn.

 

Samfylkingin vill reglur um stórfyrirtæki

 

Morgunblaðið segir einnig, að Samfylkingin vilji ekki  setja reglur um stórar fyrirtækjasamsteypur  til þess að sporna gegn of miklum samruna fyrirtækja. Þetta er alrangt. Þegar ríkisstjórnin lagði fram frumvarp um þetta efni  barðist Samfylkingin gegn því, að dregið væri úr eftirliti með fyrirtækjasamtökum en ríkisstjórnin tók ekki tillit til gagnrýni Samfylkingarinnar.Hún dró úr eftirliti þrátt fyrir gagnrýni Samfylkingarinnar á frumvarpið. Morgunblaðið er því að skamma ríkisstjórnina þegar það ræðst á Samfylkinguna fyrir stefnuleysi í þessu máli. Morgunblaðið  er greinlega óánægt með stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins. En í stað þess að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn ræðst blaðið á Samfylkinguna og gagnrýnir hana harðlega. Skrítin vinnubrögð það.

  Morgunblaðið skrifar um stjórnmálaflokkana eins og flokksblað en ekki eins og hlutlaust fréttablað,sem vill láta alla taka mark á sér.Blaðið skrifar ekki  á sanngjarnan hátt um Samfylkinguna.Gagnrýni Morgunblaðsins á Samfylkinguna er ekki réttmæt og  ástir Morgunblaðsins á Framsókn eru óeðlilegar

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 12.júní 2006



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn