Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



WTO:Landbúnaðarstyrkir lækki

miðvikudagur, 11. ágúst 2004

 

 

Í lok júlí sl. náðist rammasamkomulag hjá  Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) í Genf um lækkun landbúnaðarstyrkja,tollalækkanir og  fleira,sem greiða á fyrir frekari fríverslun þjóða heims,m.a. með landbúnaðarvörur.Alþjóðaviðskiptastofnunin,áður GATT,Hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti,  hefur um langt skeið unnið að almennri lækkun tolla á iðnaðarvörum og hefur náð  verulegum árangri  á því sviði. Erfiðara hefur reynst að ná árangri  á því sviði að auka fríverslun með  landbúnaðarvörur. Ráðstefna WTO í Cancun í Mexico sl. haust snérist fyrst og fremst um landbúnaðarvörur en fór út um þúfur. Þess vegna var það mikið  fagnaðarefni,er  fundur WTO í Genf náði rammasamkomulagi um landbúnaðarvörur 31.júlí sl.

 Það er mikið hagsmunamál fyrir þróunarríkin að viðskipi með  landbúnaðarvörur verði gerð frjálsari, með lækkun tolla og afnámi  styrkja og niðurgreiðslna í iðnríkjunum og almennt. En einnig er þetta mikið hagsmunamál neytenda í þróuðum ríkjum eins og á Íslandi,þar eð  þá geta landbúnaðarvörur lækkað í verði  og  neytendur fengið kjarabætur í því formi.Ætla hefði því mátt,að  íslensk stjórnvöld og  samningamenn Íslands í Genf hefðu fagnað rammasamkomulagi um lækkun landbúnaðarstyrkja og frjálsari viðskipti með búvörur. En það er nú öðru nær. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda,ráðherra og samningamaður Íslands, keppast við,að  lýsa því yfir,að Ísland geti örugglega fengið undanþágur og þurfi því ekki í bráð að lækka styrki  til landbúnaðar mikið. Lesa má út úr þessum ummælum að  Ísland geti haldið sömu höftum og áður í viðskiptum með búvörur og látið neytendur greiða jafnhátt verð og áður fyrir þær.

..

 Einn virtasti hagfræðingur samtímans,Jeffrey D.Sachs, var á ferð á Íslandi fyrir skömmu.Flutti hann erindi hér.Gagnrýndi hann harðlega stefnu iðnríkjanna í málefnum  þróunarríkjanna. Einkum gagnrýndi hann stefnu þeirra varðandi viðskipti með  landbúnaðarvörur en  ríku löndin hafa ekki viljað hleypa ódýrum landbúnaðarvörum inn á markaði sína.Mesta kjarabótin fyrir fátæku löndin væri að hér yrði breyting á. Í rauninni er það  svo,að fátæku löndin hafa ekki fengið að taka þátt í hnattvæðingunni.Ríku löndin hafa afnumið tolla á iðnaðarvörum og haft mikinn hag af því m.a. með sölu slíkra vara til þróunarlanda en þegar kemur að landbúnaðarvörum er annað uppi á teningnum. Ísland er að nokkru leyti  undir sömu sök selt. Það hefur viljað vernda sinn landbúnað óeðlilega mikið. Viss vernd á rétt á sér en ekki svo mikil,að íslenskir neytendur verði að greiða mikið hærra verð fyrir búvörur en erlendir neytendur.

Styrkir íslenska ríkisins til landbúnaðarins eru  með því mesta,sem þekkist í ríkjum OECD. Þeir nema á ári í kringum 10 milljörðum kr. Þetta er hár skattur á íslenska neytendur og kominn tími til þess að lækka þessa styrki verulega. 

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 11.ágúst  2004

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn