Frumvarp til fjárlaga var tekið til 3.umræðu á alþingi í gær. Fram kom,að afgangur á fjárlögum ársins 2008 yrði 39,2 milljarðar og hafði afgangur aukist milli umræðna þrátt fyrir barlóm ráðherra um peningaleysi og hvað aðgerðir fyrir aldraða mundu kosta mikið.Afgangur fjárlaga fyrir árið 2007 var áætlaður 9 milljarðar. Afkoman hefur því batnað mikið milli ára og greinilega nógir peningar til.Aðgerðir fyrir aldraða og öryrkja kosta 2,6 milljarða á næsta ári, samkvæmt ætlun. Minni skerðing á tryggingabótum þeirra sem eru á aldrinum 67-70 ára, og eru á vinnumarkaði, kostar 0,6 millarða næsta ár.( Frítekjumark 100 þúsund á mánuði) Afnám skerðingar vegna tekna maka kostar 1,3 milljarða. 2008. Ekki eru þetta það háar upphæðir að ráðherrar þurfi að stynja eins og þeir gerðu þegar þeir tilkynntu ráðstafanirnar.
Skattttekjur ríkisins aukast um 4 milljarða á ári
Það er svo önnur saga,að þegar upp er staðið kosta ráðstafanir í þágu aldraðra ríkið ekki neitt ,þar eð skatttekjur þess munu aukast mjög mikið eða um 4 milljarða á ári að því er Rannsóknarsetur verslunarinar hefur kannaðog reiknað út.Miðað við góða afkomu ríkissjóðs og auknar skatttekjur ríkisins af atvinnutekjum eldri borgara væri unnt að hækka lífeyri eldri borgara strax eins og mikil þörf er á.
Björgvin Guðmundsson