|
Gerræðisleg vinnubrögð í Framsóknþriðjudagur, 13. júní 2006
|
Atburðirnir í Framsóknarflokknum að undanförnu hafa opinberað hvernig síðustu stjórnmálaleiðtogar gamla tímans fara með vald sitt.Breytingar á ráðherraskipan Framsóknar og undirbúningur að leiðtogaskiptum í Framsókn hafa opinberað gerræði og valdsýki leiðtoga gamla tímans.Þessi vinnubrögð eiga ekkert skylt við lýðræði.
Guðni átti að taka við
Rétt er að hafa í huga, að samkvæmt lögum Framsóknarflokksins á varaformaður að taka við formennsku í flokknum, ef formaður segir af sér. Það vill segja, að ef formaður flokksins segir af sér á Guðni Ágústsson varaformaður flokksins að taka við formennsku.Leiðtogaskipti hefðu því ekki átt að vera flókin og ekki þurft að valda neinu klúðri eða skapa nein vandamál. En þegar formaður Framsóknar tilkynnti, að hann hefði ákveðið að segja af sér formennsku var jafnframt ákveðið að reyna að fá varaformanninn til þess að segja af sér um leið og tryggja kosningu Finns Ingólfsssonar sem nýs leiðtoga,formanns,Framsóknarflokksins. Um þessi gerræðislegu vinnubrögð varð ekki sátt í Framsókn. Þá er næst reynt að fá annan framsóknarmann utan þingflokksins til þess að taka við formennsku. Allt miðast þetta við það, að fráfarandi formaður geti ráðið eftirmanni sínum,handvalið hann utan þings svo ekki komi til þess að nýr formaður sé valinn með lýðræðislegri kosningu. Þessi vinnubrögð opinbera það,að engum úr þingflokki Framsóknar er treyst til þess að taka við formennsku í flokknum. Þessi vinnubrögð eru niðurlægjandi fyrir þingmenn Framsóknarflokksins en þó einkum fyrir núverandi varaformann.
Ráðherrasætum úthlutað til þeirra útvöldu
Breytingar á ráðherraliði Framsóknar eru í sama anda og framangreint.Auk “formannskandidats” sem valinn er utan frá eru valdir nýir ráðherrar, sem hafa verið hæfilega þægir flokksformanni.Gengið er framhjá Kristni Gunnarssyni, þar eð hann hefur sagt meiningu sína við flokksforustuna, þar á meðal um Íraksstríðið en hann hefur gagnrýnt harðlega, að Framsókn skyldi styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Reynt er að losa sem flest ráðherrasæti til þess að unnt sé að úthluta sætum til þeirra sem hafa verið þægir og/eða þarf að hafa góða. Jón Kristjánsson,sem alltaf hefur verið mjög flokkshollur og handgenginn formanni ákvað að rýma sitt ráðherrasæti af flokkshollustu eins og hann sagði sjálfur en ekki vegna þess að hann væri uppgefinn enda nýkominn í embættið.Hann vissi hvað klukkan sló. Góðu strákarnir þurftu að fá ráðherraembætti,Magnús og Jón.Og ekki var lengur unnt að ganga fram hjá Jónínu.Það var gert eftir þingkosningarnar. Sennilega hefur Hjálmar talað eitthvað óvarlega í látunum undanfarið, þar eð hann fékk ekki ráðherrasæti.Af einhverjum ástæðum var hann ekkert látinn fylgjast með því ráðabruggi,sem var í gangi í Framsókn. Hann virtist algerlega vera utan garðs og vissi ekkert hvað var að gerast enda þótt hann væri formaður þingflokksins. Að vísu vissu fáir aðrir en flokksformaður hvað var í bígerð enda ekki tíðkast að ráðgast við marga.Einræði hefur ríkt í flokknum.
Björgvin Guðmundsson | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|