Framsóknarflokkurinn lætur eins og flokkurinn hafi unnið sigur með því að fá 6,3% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík og 1 borgarfulltrúa kjörinn!Staðreyndin er hins vegar sú,að þetta eru verstu kosningaúrslit Framsóknar í Reykjavík í langan tíma.
Fengu helming fyrri atkvæða
Í þingkosningunum 2003 fékk Framsókn 11,3% í Reykjavík suður en 11,6% í Reykjavík norður. Útkoman nú er því rétt rúmlega helmingur þess atkvæðamagns,sem Framsókn fékk í þingkosningunum 2003.Árið 1990 í síðustu borgarstjórnarkosningum áður en R-listinn var myndaður fékk Framsókn 8,3%, árið 1986 fékk flokkurinn 7 %,árið 1982 fékk flokkurinn 9,5%, 1978 fékk Framsókn 9,4% og á árunum 1966-1974 var Framsókn með 16,4-17,7% í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Fylgi Framsóknar nú í Reykjavík er því í sögulegu lágmarki.Flokkurinn hefur ekki fengið svo lítið fylgi í hálfa öld.
Ef litið er á fylgi Framsóknar yfir allt landið kemur í ljós,að Framsókn hefur tapað helmingi þess fylgis,er flokkurinn hafði í sveitarstjórnarkosningunum fyrir 4 árum en þá fékk flokkurinn 22,9% Nú fékk flokkurinn aðeins 11,8% yfir allt landið..
Framsókn brást
Í R-listanum hafði Framsókn 2 borgarfulltrúa en verður nú að láta sér nægja einn.
Ef Framsókn hefði haldið sama fylgi og áður þá hefðu R-lista flokkarnir fengið samanlagt sama fylgi og áður eða yfir 50% og haldið meirihluta í Reykjavík.R-lista flokkarnir fengu 47,2 %.Það vantaði aðeins 2,81 % upp á hreinan meirihluta þessara flokka í Reykjavík.
Björgvin Guðmundsson
Óskar Bergsson,sem skipaði annað sætið á lista Framsóknar í Reykjavík segir í Fréttablaðinu 1.júní 2006,að Framsókn sé sigurvegari kosninganna í Reykjavík,ekki vegna þess að Framsókn hafi fengið svo mörg atkvæði, nei vegna þess að Framsókn tókst að skríða upp í hjá íhaldinu í Reykjavík og mynda stjórn með þeim! Sérkennileg skilgreining á kosningasigri.Sem sagt: Verstu úrslit Framsóknar í Reykjavík frá 1942 þýða að mati Óskars kosningasigur vegna þess að Framsókn tókst að smeygja sér upp í hjá íhaldinu! Ekki er von til þess að mikið breytist hjá Framsókn þó fylgið hrynji af þeim með slíkum skilgreiningum.
Framsókn fékk 6,3% í Reykjavík nú en 8,3% í kosningunum 1990.
Samfylkingin fékk 27,4% nú,í fyrsta sinn,sem flokkurinn bauð fram sjálfstætt í borginni.
Vinstri græn fengu 13,5%.
Frjálslyndir fengu rúm 10%.
|