|
Eru allar ríkisstjórnin eins? Það er eins og Framsókn sé enn í stjórnmánudagur, 11. ágúst 2008
| Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar voru búnar að vera í 12 ár við völd þegar þær fóru frá við síðustu alþingiskosningar.Framsókn sætti harðri gagnrýni meðan hún var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum,svo mjög ,að hún hafði nær þurrkast út.Kjósendur bjuggust við mikilli breytingu við valdatöku Samfylkingarinnar.En hefur orðið einhver breyting? Ég held ekki,a.m.k. ekki enn.Samfylkingin boðaði stóriðjustopp og miklar kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. En hvort tveggja lætur á sér standa. Stóriðjan,áliðjan,virðist halda áfram alveg eins og gamla stjórnin væri áfram við völd.Að vísu úrskurðaði umhverfisráðherra á dögunum,að allar framkvæmdir tengdar álverksmiðju við Bakka við Húsavík ættu að fara í sameiginlegt umhverfismat.Álsinnar ruku upp til handa og fóta og sögðu,að þetta gæti tafið álverksmiðjuna við Bakka mjög mikið..En umhverfisráðherra taldi,að þessi ákvörðun hennar þyrfti ekki að tefja framkvæmdir við álverksmiðju meira en um nokkra mánuði og verksmiðjan gæti eftir sem áður hugsanlega tekið til starfa 2012.
Kjarabætur aldraðra og öryrkja hafa ekki náð fram að ganga enn.Ríkisstjórnin hefur verið að draga úr tekjutengingum,einkum hjá þeim,sem eru á vinnumarkaðnum.En kjör eldri borgara,sem ekki geta unnið,hafa enn ekkert verið bætt.Það er eins og Framsókn sé enn í stjórn.Hvað er að gerast? Er verið að gera grín að kjósendum? Er það Sjálfstæðisflokkurinn sem ræður og velur sér fylginauta eftir" behag".Það var mikið rætt eftir kosningar,að Vinstri græn hefðu verið reiðubúin til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.Það er ekki von á góðu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður ferðinni og getur valið sér samstarfsflokka,sem ráða litlu sem engu.Er ekki kominn tími til,að breyting verði hér á?
Björgvin Guðmundsson
blog.gudmundsson.is
www.gudmundsson | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|