Kvótakerfið,íslenska,felur í sér mesta ranglæti Íslandssögunnar.Kerfið hefur flutt gífurlega fjármuni til fárra á kostnað margra.Mikið brask hefur þróast í skjóli kerfisins vegna hins frjálsa framsals aflaheimilda.Menn fengu í upphafi úhlutað fríum aflaheimildum en hafa samt sem áður getað selt þær fyrir gífurlega háar fjárhæðir og gengið út úr greininni með fullar hendur fjár.
Ég fékk mikil viðbrögð við grein minni um kvótamálið,sem birtist í Mbl. 24.júní sl .Í tölvupósti,sem mér barst í tilefni af greininni. sagði svo m.a.:"Þetta fiskveiðistjórnarkerfi okkar er alveg greinilega komið að fótum fram og þarfnast algjörrar uppstokkunar.Ekkert af því,sem það átti að leiða til hefur tekist.Þorskveiðiheimildir fara minnkandi ár frá ári og ráðlögð veiði fyrir næsta fiskveiðiár í sögulegu lágmarki.Þorskstofninn er á mörkum þess að hrynja.Sjávarbyggðunum blæðir smám saman út.Kvótaeign færist á færri og færri handhafa.Réttur íbúa í sjávarbyggðunum er nákvæmlega enginn gagnvart lífsbjörginni, að fá að veiða fisk frá sinni heimabyggð." Framangreint viðhorf er dæmgert fyrir viðhorf almennings í landinu. Allur almenningur telur kvótakerfið ranglátt kerfi, sem auk þess hafi gengið sér til húðar. Allur almenningur vill, að þetta kerfi verði stokkað upp eða afnumið og annað innleitt í staðinn. Viðhorf almennings verður ekki sniðgengið. Stjórnvöld geta ekki hundsað almenning. Stjórnvöld verða að hlusta á þjóðina í þessu stærsta hagsmunamáli hennar.Tími aðgerða í kvótamálinu er að renna upp.Forseti alþingis skynjaði þjóðarviljann í þessu máli og túlkaði hann,þegar hann flutti ræðu sína um kvótamálið 17.júní.
Stokka verður kerfið upp
Hvaða breytingar á að gera á kvótakerfinu? Hvernig á að stokka það upp? Sturla Böðvarsson,forseti alþingis, lagði fram róttækar hugmyndir í ræðu sinni 17.júní
um flutning aflaheimilda til sjávarbyggðanna úti á landi.Hann vill flytja mikið af aflaheimildum út á land.Viðbrögð við hugmyndum hans voru misjöfn. Sjávarútvegsáðherrann tók ekki undir þær og sumir forkólfar í sjávarútvegi reyndu að gera lítið úr hugmyndum forseta alþingis í þessu efni.En ef sjávarbyggðunum úti á landi á ekki að blæða alveg út verður ekki komist hjá því að færa þessum stöðum úti á landi verulegar aflaheimildir með einum eða öðrum hætti.Ein leiðin er sú að úthluta frystihúsum og öðrum fiskvinnslustöðvum aflaheimildum.Þá mundu aflaheimildirnar haldast í byggðarlögunum en ekki fara burtu um leið og bátarnir væru seldir. Önnur leið er sú að stórauka byggðakvótana. Ekki er heimilt að selja eða flytja byggðakvóta.Ef til vill mætti fara báðar þessar leiðir. Harðir talsmenn kvótakerfisins telja framangreindar leiðir of sársaukafullar fyrir handhafa kvótanna,en því er til að svara að flutningur kvótanna frá sjávarbyggðunum út um allt land hefur einnig verið mjög sáraukafullur. Lífsbjörgin hefur verið tekin frá þessum byggðum. Þessar byggðir hafa verið skildar eftir bjargarlausar.Þær hugmyndir,sem ég hefi hér reifað, má framkvæma í áföngum.Þær geta því verið misjafnlega harkalegar,allt eftir framkvæmdinni. En einnig er hugsanlegt að innkalla allar aflaheimildir í einu. Ríkið á þessar veiðiheimildir og útgerðarmenn eru aðeins með þær á leigu,þannig að er unnt að innkalla þær hvenær sem er.Veiðiheimildunum yrði síðan úthlutað aftur og þá gæfist tækifæri til þess að bæta sjávarbyggðum úti á landi þann skaða,sem þær hafa orðið fyrir við missi aflaheimilda.Kvótakerfið verður ekki stokkað upp án sársauka. En ekki verður komist hjá aðgerðum. Róttækasta leiðin væri síðan sú að skipta algerlega um kerfi, leggja kvótakerfið niður og fara yfir í sóknardagakerfi. Margir telja, að það sé nú endanlega komið í ljós ,að kvótakerfið verndi ekki þorskstofninn eins og vonir stóðu til. Brottkastið sé einnig svo gífurlegt, að ekki sé unnt að viðhalda kerfinu. Í sóknardagakerfi kæmi allur aflinn að landi. Það kerfi hefur reynst vel i Færeyjum og á Grænlandi.
Ég tel að stokka eigi upp núverandi kerfi.Það á að gera róttkar breytingar á því eins og forseti alþingis hefur lagt til.Það gengur ekki lengur að segja, að ekki megi breyta kerfinu, þar eð það valdi útgerðinni sársauka.Við getum ekki lengur horft aðgerðarlaus á það, að sjávarbyggðunum blæði út.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Mbl. 14.júlí 2007 |