Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Unnt var að mynda aðra ríkisstjórn.Mikill kostnaðarauki vegna aukinna eftirlauna forsætisráðherra.

þriðjudagur, 16. desember 2003

 

 

Davíð Oddsson,forsætisráðherra,sat fyrir svörum í kastljósi ríkisútvarpsins 15.desember 2003. M.a. var hann spurður hvað hann mundi taka sér fyrir hendur næsta haust,þegar hann viki úr embætti forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson tæki við. Davíð kvaðst ekki hafa ákveðið það enn hvort hann yrði áfram í ríkisstjórninni eða yrði utan stjórnar sem formaður eins og Ólafur Thors og Hermann Jónasson hefðu gert um skeið þó þeir hefðu verið formenn í sínum flokkum.

 Davíð kvaðst mjög ánægður með það, að framhald hefði orðið á stjórnarsamvinnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og sagði,að engir aðrir kostir hefðu verið í stöðunni. Samfylkingin væri ekki stjórntæk. Það hefði komið í ljós í þinginu undanfarið þegar hún hefði tekið við fyrirmælum utan úr bæ!

 

Unnt var að mynda aðrar stjórnir

 

 Þessi ummæli forsætisráðherra eru nokkuð sérstæð og rétt að fara um þau nokkrum orðum.Að sjálfsögðu voru aðrir möguleikar til myndunar ríkisstjórnar í stöðunni  eftir síðustu kosningar. Unnt var að mynda meirihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar þó meirihluti væri tæpur.Vinstri grænir hefðu einnig getað átt aðild að þeirri stjórn  til þess að styrkja hana. Fræðilega séð hefði einnig verið unnt að mynda meirihlutastjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks enda þótt áhugi á slíkri stjórn hafi ekki verið fyrir hendi hjá Samfylkingu. En hvers vegna voru aðrir möguleikar til stjórnarmyndunar þá ekki skoðaðir. Jú,það er vegna þess,að  Davíð  datt það í hug að spila á hégóma Framsóknar ( H.Á.) og bjóða honum embætti forsætisráðherra í 2 !/2 ár. Framsókn hafði samþykkt að sækjast eftir embætti forsætisráðherra og Davíð vissi,að eini möguleikinn til þess að framlengja líf  ríkisstjórnarinnar væri að ganga að þessari kröfu Framsóknar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið tillit til úrslita kosninganna hefði flokkurinn átt að fara í stjórnarandstöðu,þar eð flokkurinn tapaði miklu fylgi. En kjósendur voru hundsaðir. Og stjórnarflokkarnir lögðu höfuðáherslu á það að hanga við völd enda þótt  stjórnartími þeirra væri í raun úti.

 

 Eftirlaunaskuldbindingar forsætisráðherra aukast um allt að 240 millj. kr.

 

 Ummæli forsætisráðherra um,að  Samfylkingin sé ekki fær um að fara í ríkisstjórn vegna klofnings í  afstöðunni til eftirlaunafrumvarpsins eru út í hött. Frumvarpið um að stórauka eftirlaunarétt ráðherra var ekki flokkspólitískt mál. Mjög eðlilegt var að skiptar skoðanir væru um það mál. Ekkert var óeðlilegt við það,að Samfylkingin tæki tillit til  athugasemda  verkalýðshreyfingarinnar við frumvarpið. ASÍ reiknaði út,að skuldbindingar vegna eftirlauna forsætisráðherra mundu aukast um 240 millj. kr. Á sama tíma er félagsmönnum ASÍ,sem vinna hjá ríkinu neitað  um sömu eftirlaun og ríkisstarfsmenn njóta.Útreikningar ASÍ voru m.a. miðaðir við það,að  laun forsætisráðherra hefðu hækkað um   130 % sl. 7 ár eða kaupmáttur um 11% á ári.Á þessu tímabili hækkaði verðlag um 28%.Var miðað við,að kaupmáttur  mundi aukast um allt að 10% á ári.Aðrir útreikningar miðuðu við minni kaupmáttaraukningu. En alla vega var ljóst,að  eftirlaunaskuldbindingar ráðherra mundu hafa mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir ríkissjóð. Össur Skarphéðinsson vildi fresta afgreiðslu frumvarpsins um eftirlaunin þar til útreikningar um kostnað lægju fyrir. Því var hafnað. Málið var keyrt í gegn. Ekkert er því óeðlilegt við það þó ágreiningur væri um frumvarpið  í röðum þingmanna. Stjórnarliðar voru handjárnaðir  en Samfylkingin beitir ekki slíkum aðferðum. Skiptar skoðanir Samfylkingar um stóraukinn eftirlaunarétt ráðherra segja ekkert um það hvort Samfylkingin sé fær um að fara í ríkisstjórn eða ekki.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn