Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Írak:Ætla þeir ekki að biðja þjóðina afsökunar?

fimmtudagur, 12. janúar 2006

 

Fyrir nokkru sagdi Powell fyrrum utanríkisráherra Bandaríkjanna,að hann sæi ekki  eins mikið eftir neinu og því, að hann skyldi leggja rangar upplýsingar fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna  til þess að réttlæta innrásina í  Írak.En það hefur komið fram í fréttum,að upplýsingar þær, sem CIA, leyniþjónusta, Bandaríkjanna lét Bandaríkjastjórn í té um  vopnabúnað Írak, voru falsaðar.Powell er maður að meiri,að hann skuli viðurkenna og í raun biðjast afsökunar á því, að hann hafi farið með rangt mál fyrir Öryggisráðinu.Núverandi forsætisráherra sagði nýlega í fréttum,að  íslenska ríkisstjórnin hefði fengið rangar upplýsingar.Og hann bætti því við,að sennilega hefði afstaða hans til innrásarinnar orðið önnur, ef  hann hefði haft réttu upplýsingarnar. En hann baðst ekki afsökunar. Hans kvaðst ekki sjá eftir neinu en það gerði  Powell.Íslenskir ráðamenn biðjast ekki afsökunar á stuðningi við árás á annað ríki, sem gerð var á fölskum forsendum að því er fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur nú upplýst.Nei íslenskir ráðamenn þurfa aldrei að biðjast afsökunar!

 

Meintar fangavélar lentu 40 sinnum á Íslandi

 

  Morgunblaðið upplýsti 26.nóvember sl.,að  flugvélar,sem sagðar  væru í þjónustu CIA hefðu lent 40 sinnum á íslenskum flugvöllum.Talið er,að flugvélar þessar hafi verið að flytja fanga til landa þar sem fangarnir hafi verið pyntaðir.En slíkar pyntingar eru brot á alþjóðalögum.Fyrir slíka fangaflutninga um Ísland þarf leyfi  íslenskra stjórnvalda.En ekki hefur verið óskað slíks leyfis.Ef það sannast,að um slíka fangaflutninga hafi verið að ræða og að fangarnir hafi verið pyntadir er um gróft brot á aþjóðalögum að ræða og Ísland gæti  þá dregist inn í málið og jafnvel verið talið samsekt.Evrópuráðið og Evrópusambandið eru nú að rannsaka þetta mál.Bandarísk yfirvöld gerðu lengi vel hvorki að játa né neita aðild sinni að málinu.En fyrir skömmu gaf utanríkisráðherra Bandaríkjanna yfirlýsingu og sagði,að engin bandarísk fangelsi væru í Evrópu.Er almennt talið,að Bandaríkin hafi lokað fangelsunum vegna mikillar gagnrýni en það segir ekkert um fangaflutninga undanfarin ár. Þetta er alger kattarþvottur. Athyglisvert er,að það eru verktakar,sem sagðir eru í þjónustu CIA sem reka flugvélarnar sem lent hafa á Íslandi.Svo virðist því sem Bandaríkjastjórn  hafi verið að fela raunverulegan tilgang flutninganna um Ísland.Er það  einnig mjög alvarlegt mál.Ef  það sannast,að hér hafi verið um ólöglega fangaflutninga að ræða sannast væntanlega einnig,að Bandaríkjastjórn hafi verið að blekkja íslensk stjórnvöld.

 

Ríkisstjórnin þarf að biðjast afsökunar

 

Mál þetta hefur þegar verið tekið upp á alþingi. Hefur þess verið krafist að íslensk stjórnvöld krefji bandarísk stjórnvöld um skýringar á _þessu máli. En íslensk stjórnvöld hafa tekið málið vettlingatökum.Það er eins og  íslenska stjórnin þori ekki að spyrja  Bandaríkjastjórn um málið.Það er verið að spyrja óformlega um málið og  Íslendingar eru sjálfir að svara því sem Bandaríkjamenn eiga að svara! Við viljum fá skýr svör   og engin undanbrögð. Össur Skarphéðinsson alþingismaður  kom med athyglivert atriði í umræðum um mál þetta. Hann spurði hvort  heimild sú, er  Íslendingar veittu Bandaríkjamönnum til yfirflugs og herflutninga vegna Íraksstríðsins gildi ef til vill enn og gæti gilt fyrir fangaflutningana. Aðeins loðin svör voru veitt.

Í þessu máli þarf ríkistjórnin af gera hreint fyrir sínum dyrum.Ríkisstjórnin þarf að biðjast afsökunar á aðild sinni að innrásinni í Írak. Ef til vill þarf hún líka að biðjast afsökunar á fangaflutningunum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 12.jan.2006

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn