Sif Friðleifsdóttir,heilbrigðisráðherra,lýsti því yfir 14.júlí,að gera ætti átak í hjúkrunarmálum eldri borgara.
Fagna ber yfirlýsingu ráðherrans þó hún sé mjög seint fram komin.Framsóknarflokkurinn hefur farið með heilbrigðismálin sl. 11 ár og setið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum allan þann tíma.Algert vandræðaástand hefur skapast í hjúkrunar-og vistunarmálum aldraðra á þessu tímabili án þess,að ríkisstjórnin hafi gert nokkurt átak til þess að leysa þau mál.Forráðamenn samtaka aldraðra segja,að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum á sviði þessa málaflokks.
Íhaldið stöðvaði hjúkrunarheimili
Fyrir 4 árum undirrituðu borgarstjórinn í Reykjavík og þáverandi heilbrigðisráðherra viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík.Geir Haarde þáverandi fjármálaráðherra felldi yfirlýsinguna úr gildi daginn eftir og sagði,að hún hefði ekkert gildi.Ríkisstjórnin kom í veg fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík næstu 4 árin.
Með þessar staðreyndir í huga,hvaða þýðingu hefur þá yfirlýsing Sifjar nú? Mun Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn stöðva framkvæmd hennar eins og
áður? Hefur orðið einhver breyting á stefnu Sjálfstæðisflokksins?Þess hefur ekki orðið vart ennþá.Við tökum öllum yfirlýsingum með fyrirvara.Látum verkin tala.
Finnlandi 16.júlí 2006
Björgvin Guðmundsson |