Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Innrásin í Írak var ólögmæt

mánudagur, 18. desember 2006

 

Jón Sigurðsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi stuðning Íslands við innrásina í Írak á nýafstöðnum miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. Sagði Jón, að um mistök hefði verið að ræða. Ummæli Jóns vöktu mikla athygli og hafa þau verið túlkuð  sem gagnrýni á Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson en þeir tvímenningar tóku ákvörðunina um að styðja innrásina í  Írak.

 

Brot á alþjóðalögum og brot á íslenskum lögum

 

  Mál þetta var rætt á alþingi.. Ögmundur Jónasson tók málið upp þar. En Jón Sigurðsson stóð ekki lengi við stóru orðin: Nú dró hann verulega í land og sagði, að ákvörðun Halldórs og Davíðs hefði verið lögmæt! Þessi ummmæli Jóns eru furðuleg með tilliti til þess,  að það er margoft búið að sýna fram á , að innrásin í Írak og stuðningur  Íslands við hana var brot á lögum.

 

Naut ekki stuðnings Öryggisráðsins

 

Innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak naut ekki stuðnings Öryggisráðs Sþ.og var því brot á alþjóðalögum. Ákvörðun þeirra tvímenninga, Halldórs og Davíðs, var hvorki lögð fyrir utanríkismálanefnd alþingis né  ríkisstjórn og var því kolólögleg. Lögum samkvæmt á að leggja öll mikilvæg stjórnarmálefni fyrir ríkisstjórn og samkvæmt lögum og reglum á að leggja öll mikilvæg utanríkismálefni fyrir utanríkismálanefnd alþingis. Það var ekki gert. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn færasti lögmaður landsins, kom á fund utanríkismálanefndar alþingis til þess að fjalla um innrásina í Írak og ákvörðunina um stuðning Íslands við hana. Hann sagði, að innrásin í Írak hefði verið brot á alþjóðalögum og ákvörðunin um stuðning Íslands  við innrásina hefði verið ólögmæt.

 

Gagnýni Jóns fagnað

 

  Þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf að gagnrýna innrásina í Írak og stuðning Íslands við  hana á  miðstjórnarfundi Framsóknar brutust út mikil fagnaðarlæti á  fundinum.Það var eins og flokksmenn hefðu beðið lengi eftir tækifæri til þess að láta í ljós óánægju með ákvörðun Davíðs og Halldórs  um stuðning við Íraksstríðið. Það er ekkert skrítið. Margir Framsóknarmenn hafa gert sér það ljóst fyrir löngu, að stuðningur tvímenninganna við Íraksstríðið  er það mál,  sem hefur farið einna verst með Framsóknarflokkinn á undanförnum árum.En aðeins einn af þingmönnum Framsóknarflokksins hafði kjark til þess að segja upphátt það, sem margir aðrir Framsóknarmenn hugsuðu. Það var Kristinn H. Gunnarsason. Og fyrir það var honum refsað..

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt  í Morgunblaðinu 18.desember 2006

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn