Fram kom í fréttum í gær,2.febrúar 2004,að forseti Íslands var ekki látinn vita af ríkisráðsfundi,sem haldinn var 1.febrúar sl. á 100 ára afmæli heimastjórnar Íslands.. Forsetinn var erlendis. Hann átti fund með forsætisráðherra áður en hann fór til útlanda og var þá ekkert minnst á,að til stæði að halda ríkisráðsfund 1.febrúar. Í viðtali,sem ríkisútvarpið átti við forseta 2.febrúar af þessu tilefni kom fram,að forseti var mjög óánægður með að hafa ekki verið látinn vita af ríkisráðsfundinum og kvað hann þetta alvarlegt mál. Sagði forseti,að hann hefði komið heim á laugardag,31.janúar,ef hann hefði vitað að til stæði að halda ríkisráðsfund.Hann liti á það sem eina helstu skyldu forseta að stýra fundum ríkisráðs enda þar um að ræða æðstu stofnun lýðveldisins.
Halldór Blöndal forseti alþingis sagði,að með því að forseti hefði verið erlendis hefðu handhafar forsetaembættisins verið boðaðir á ríkisráðsfund 1.febrúar. Forseti Íslands hefði mátt vita,að haldinn yrði ríkisráðsfundur á afmælisdegi heimastjórnar.
Mál þetta er hið undarlegasta. Vissulega hefði verið æskilegt,að forseti Íslands hefði verið heima á 100 ára afmæli heimastjórnar. En átelja verður einnig,að forseti skyldi ekki látinn vita af ríkisráðsfundi. Er engu líkara en forseti og forsætisráðherra séu komnir í hár saman. Þjóðin gerir kröfu til þess,að þeir leysi úr ágreiningi sínum og komi á eðlilegum samskiptum.
Björgvin Guðmundsson |