Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Braut Björn Bjarnason jafnréttislögin?

fimmtudagur, 15. apríl 2004

 

 

Miklar umræður hafa átt sér stað að undanförnu vegna þeirra ummæla Björns Bjarnasonar,dómsmálaráðherra,að jafnréttislögin væru úrelt.Þau væru barn síns tíma!. Lögin voru síðast endurskoðuð árið 2000.Ráðherrann viðhafði þessi ummæli vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála en kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu,að Björn Bjarnason hefði brotið jafnréttislögin við skipan Ólafs Barkar í embætti hæstaréttardómara. Hjördís Hákonardóttir,sem einnig sótti um embættið,hefði verið hæfari en Ólafur Börkur.

 Björn Bjarnason hefur greipið til þess ráðs eftir að hann beið lægri hlut  hjá kærunefnd jafnréttismála,að halda því fram að jafnréttislögin væru úrelt. Þykir það furðulegt,að sjálfur dómsmálaráðherra landsins gefi þannig til kynna,að hann þurfi ekki að fara eftir gildandi landslögum! Að sjálfsögðu verður dómsmálaráðherra eins og aðrir að virða landslög.

 

Braut Björn einnig stjórnsýslulög?

 

Bent hefur verið á,að Björn Bjarnason hafi ekki aðeins brotið jafnréttislögin við skipan Ólafs Barkar í embætti hæstaréttardómara heldur hafi hann einnig brotið stjórnsýslulög.Hæstiréttur  taldi alla umsækjendur um embætti hæstaréttardómara hæfa  en taldi tvo þeirra heppilegasta,þ.e. þá Eirík Tómasson og Ragnar Hall. Telja margir,að samkvæmt stjórnsýslulögum hefði Björn Bjarnason því fremur átt að skipa annan hvorn þessara tveggja í embættið. En vegna jafnréttislaga átti Björn að skipa Hjördísi Hákonardóttur. Hún er af kærunefnd jafnréttismála talin hæfari  en Ólafur Börkur.

 

Björn hundsar lögin.

 

 Björn Bjarnasson  hundsar bæði stjórnsýslulög og jafnréttislög í þessu máli. Hann segir,að  hann sjálfur hafi aðra  skoðun á þessu máli en kærunefnd jafnréttismála og hans skoðun gildi. Hann fari með veitingavaldið.Hann þurfi síðan aðeins að standa kjósendum reikningsskil gerða sinna! Þetta er undarlegt sjónarmið. En miðað við það geta ráðherrar hundsað lög í landinu. Það stenst að sjálfsögðu ekki. Lögin taka til þeirra eins og annarra.

 

Björgvin Guðmundsson

 

"Björn Bjarnason hundsar bæði stjórnsýslulög og jafnréttislög í þessu máli."

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn