|
Aldraðir eiga að fá að fullu sömu kjarabætur og launþegarfimmtudagur, 26. maí 2011
| Í tengslum við nýgerða kjarasamninga ákvað ríkisstjórnin,að bætur aldraðra og öryrkja ættu að hækka hliðstætt hækkun launa.Samkvæmt ósk kjaramálanefndar Landssambands eldri borgara tók ASÍ það upp við ríkisstjórnina,að bætur yrðu hækkaðar jafnmikið og samhliða launahækkunum.Það gerðist ekki við gerð kjarasamninga fyrir 3 árum og það gerðist heldur ekki við gerð stöðugleikasáttmálans.Þá “gleymdust “ lífeyrisþegar. Aldraðir eru þakklátir verkalýðshreyfingunni fyrir stuðninginn nú og þeir þakka einnig ríkisstjórninni góðar undirtektir.
Lágmarksframfærslutrygging á að hækka um 18400 kr. 1.júní
En nú er eftir að útfæra þær kjarabætur,sem lífeyrisþegar eiga að fá í kjölfar kjarasamninganna.Ég legg áherslu á,að aldraðir og öryrkjar fái að fullu hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá samkvæmt kjarasamningum og að þeir fái þær strax.Helstu atriði kjarasamninganna eru þessi: Laun hækka um 11,4% á 3 árum hjá þeim sem hafa meira en 260 þús. kr. á mánuði.Hjá þeim,sem hafa lægri laun er hækkunin hlutfalllega meiri.Fyrsti áfangi hækkunar kemur til framkvæmda 1.júní n.k. en þá hækka laun um 4,25%. Einnig fá launþegar þá 50 þús.kr. eingreiðslu vegna dráttar á gerð kjarasamninga.Þeir,sem hafa verið í fullu starfi, fá eingreiðsluna.Ég tel,að allir eldri borgarar (67 ára og eldri) eigi að fá 11,4% hækkun bóta á 3 árum eins og launþegar.Þeir eiga því að fá 4,25% hækkun lífeyris um næstu mánaðamót.Þá eigi þeir einnig að mínu mati að fá 50 þús. kr. eingreiðslu um næstu mánaðamót, þ.e. þeir sem hafa verið á bótum. Láglaunafólk fær samkvæmt kjarasamningunum 24 % hækkun á 3 árum.Það fær 10% hækkun 1.júní n.k. en þá hækkar lágmarkskaup úr 165 þús. kr. á mánuði í 182 þús. kr. á mánuði.Eftir 3 ár á lágmarkskaupið að vera komið í 204 þús. kr. á mánuði. Þeir lægst launuðu meðal eldri borgara eiga samkvæmt þessu að fá 24% hækkun á 3 árum og þeir eiga að hækka um 10% um næstu mánaðamót. Það vill segja,að þeir aldraðir,sem njóta lágmarksframfærslutryggingar og eru með 184 þús. kr. brútto á mánuði í dag eiga að hækka um 18.400 kr. á mánuði 1.júní að mínu mati.Auk þess tel ég,að þeir eigi að fá 50 þús.kr. eingreiðslu um næstu mánaðamót. Við skulum athuga,að eingreiðslan er uppbót vegna dráttar á gerð samninga. En aldraðir og öryrkjar hafa orðið að bíða mikið lengur en launþegar eftir leiðréttingu kjara. Aldraðir fengu enga hækkun á lífeyri sínum frá ársbyrjun 2009- ársloka 2010 en á því tímabili fengu launþegar (láglaunafólk) 16% hækkun launa. Launþegar fá 10 þús. kr. uppbót á orlof og 15 þús. kr. hækkun desemberuppbótar. Ég tel,að lífeyrisþegar eigi að fá hvort tveggja.
Mikil kjaraskerðing lífeyrisþega- þurfa fulla leiðréttingu
Mér er það ljóst,að það kunna að vera einhver álitaefni,þegar kannað er hvaða kjarabætur lífeyrisþegar eiga að fá til samræmis við kjarabætur launþega.En aðalatriðið í því sambandi er, að ríkisstjórn og Tryggingastofnun hafi vilja til þess að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja að fullu til jafns við leiðréttingu á kjörum launþega.Lífeyrisþegar hafa sætt mikilli kjaraskerðingu á krepputímanum.Um áramótin 2008/ 2009 fengu aðeins þeir lægst launuðu meðal lífeyrisþega ( sem voru á strípuðum bótum) fulla verðlagsuppbót á lífeyri. Hinir fengu aðeins hálfa verðlagsuppbót.Síðan liðu 2 ár og engin hækkun fékkst á lífeyri aldraðra og öryrkja en kjörin voru skert 1.júlí 2009.Um síðustu áramót fékk lítill hluti aldraðra algera hungurlús í hækkun,sem varla tekur að nefna ( 2,3%) Það er því vissulega eðlilegt og tímabært,að lífeyrisþegar verði nú látnir njóta vafans,þegar kjarabætur þeirra eru ákveðnar vegna nýrra kjarasamninga.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Morgunblaðinu 26.mai 2011 | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|