Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lítill áhugi á kjörum aldraðra á alþingi

þriðjudagur, 19. mars 2013

Það er mjög lítill áhugi á málefnum aldraðra hér á landi gagnstætt því, sem er í grannlöndum okkar.Fjórflokkurinn er áhugalítill um málefni eldri borgara.Það heyrir til algerra undantekninga, ef rætt er um málefni aldraðra á alþingi.Það heyrðist þó aðeins minnst á málefni aldraðra, þegar nýtt frumvarp um almannatryggingar var lagt fram. Stjórnmálamenn hér virðast ekki gera sér það ljóst, að það er kynslóð eldri borgara, sem hefur komið íslensku þjóðfélagi þangað, sem það er í dag. Þrátt fyrir bankahrun hér 2008 og kreppu í kjölfarið er Ísland vel statt efnahagslega í samanburði við aðrar þjóðir og það er eldri kynslóðinni að þakka.Þessu gleymir yngri kynslóðin.Í grannlöndum okkar ríkir jákvæð afstaða stjórnvalda til eldri borgara.Þar stinga stjórnvöld ekki erindum eldri borgara undir stól eins og hér.
 
Heyrum falleg orð en minna er um framkvæmdir
 
Nú er stutt í alþingiskosningar.Útlit er fyrir talsverðar breytingar í kosningunum.Stjórnarandstaðan sækir í sig veðrið og hefur aukið fylgi sitt verulega frá síðustu kosningum.Margir spá því, að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda eftir kosningar í samvinnu við annan flokk eða aðra flokka.Enn er þó allt í óvissu með það, þar eð mikil hreyfing er á fylginu. En má reikna með því, að Sjálfstæðisflokkurinn geri betur við eldri borgara en núverandi stjórnarflokkar? Kjaranefnd Félags eldri borgara ræddi við þingflokk Sjálfstæðisflokksins og formann þingflokksins sérstaklega.Farið var fram á stuðning sjálfstæðismanna á alþingi við afturköllun kjaraskerðingar aldraðra og öyrkja frá 2009.Tekið var vel í það en ekkert varð úr framkvæmdum.Það hefur vantað viljann.Ekki lofar það góðu um framhaldið.
Kjaranefnd FEB hefur einnig skorað á Árna Pál Árnason, nýjan formann Samfylkingar að beita sér fyrir afnámi kjaraskerðingar aldraðra og öryrkja frá 2009.En Árni Páll hefur ekki látið svo lítið að svara eldri borgurum.Árni Páll hefur engu svarað um það, hvort hann vilji afnema kjaraskerðinguna frá 2009.
 
Ekki á að mismuna ellilífeyrisþegum
 
Athugum hvað ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði í málefnum aldraðra.Það var einkum tvennt, sem sú ríkisstjórn gerði í þeim málaflokki: Hún kom því á, að þeir sem væru orðnir 70 ára mættu vinna án þess að sæta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna.Og hún framkvæmdi það, að allir fengju a.m.k. 25 þús. kr. úr lífeyrissjóði (fyrir skatt). Þetta var hvort tveggja gott og blessað svo langt sem það náði.En almenn hækkun lífeyris eldri borgara var hins vegar lítil og kosningaloforð um, að lífeyrir ætti að hækka í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar var ekki framkvæmt. Ég tel, að ekki eigi að mismuna ellilífeyrisþegum, þegar ákveðið er að greiða fyrir því, að þeir geti verið á vinnumarkaðnum.Það á að gilda sama regla fyrir alla, sem komnir eru á ellilífeyrisaldur. Það kostar ríkið lítið að greiða fyrir því, að eldri borgarar geti verið á vinnumarkaðnum. Ríkið fær miklar skatttekjur af atvinnutekjum ellilífeyrisþega.Það sama gilti um 25 þús. krónurnar, sem allir áttu að fá úr lífeyrissjóði, þó þeir hefðu ekkert greitt í lífeyrissjóð. Ríkið tók skatt af þeirri hungurlús, svo lítið varð eftir.Hér var því um of litlar aðgerðir í þágu aldraðra að ræða.
 
Jóhanna kom á lágmarksframfærslutryggingu
 
Jóhanna Sigurðardóttir kom því á sem félagsmálaráðherra í stjórn Geirs H. Haarde,að tekin var upp lágmarksframfærslutrygging 1.september 2008 fyrir þá eldri borgara og öryrkja,sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatryggingum.Þetta var mjög gott fyrir þá ,sem verst voru staddir en nú eru endurskoðunarnefnd almannatrygginga og velferðarráðherra að afnema þessa lágmarksframfærslutryggingu og telja það mikla framför að fella hana niður! Lágmarksframfærslutryggingin var í fyrstu 150 þús. kr. á mánuði fyrir einhleypinga frá 1.september 2008. En 25 þús. krónurnar,sem menn fengu úr lífeyrissjóði, voru taldar með.Það vantaði þá aðeins 1484 kr. upp á, að upphæðin næði 150 þús. kr. og var upphæðin hækkuð um þá upphæð 1.september 2008 til þess að ná lágmarksframfærsluupphæðinni.1.jan.2009 var sú upphæð hækkuð um 20% vegna hækkunar neysluvísitölu og fór þá í 180 þús. kr. á mánuði en aðrir lífeyrisþegar,sem einnig áttu að fá 20% hækkun vegna verðbólgunnar, fengu aðeins 9,8% hækkun.Ég á ekki von á því, að Sjálfstæðisflokkurunn geri betur við eldri borgara en núverandi ríkisstjórn.Flokkurinn hefur ekki sýnt það til þessa
 
.Lífeyrir aldraðra hækki um 115 þús. á mánuði
 
Samkvæm neyskukönnun Hagstofunnar frá desember sl. þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mánuði til neyslu.Engir skattar eru inni í þeirri tölu og ekki afborganir og vextir.Þessi tala, 295 þús. á mánuði, er því síst of há fyrir einhleypa ellilífeyrisþega.En lífeyrir einhleypra eldri borgara frá almannatryggingum er aðeins rúmar 180 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Það vantar + 115 þús. kr. á mánuði á, að sá lífeyrir nái neyslukönnun Hagstofunnar.Þetta þarf að leiðrétta.Það þarf að hækka lífeyri aldraðra einhleypinga um 115 þús. kr. á mánuði í áföngum.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 19.mars  2013


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn