Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Vilja mismuna sjúklingum í heilbrigðiskerfinu

fimmtudagur, 19. febrúar 2004

 

 

Á nýafstöðnu viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands var eitt aðalmálið einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.Töldu málsvarar Verslunarráðs að spara mætti mikið með því að taka upp einkarekstur.

 

KERFIÐ Í ÞÝSKALANDI GOTT

 

 

Nýkjörinn formaður Verslunarráðs,Jón Karl Ólafsson,útskýrði hugmyndir Verslunarráðs í þessu efni  í viðtali á Útvarpi Sögu.Sagði hann m.a. frá  heilbrigðiskerfinu í Þýskalandi en þar hefur hann dvalist lengi. Dásamaði hann mjög hve góð aðstaðan væri á spítölunum hjá efnafólki  í Þýskalandi. Þeir sem hefðu  keypt sér dýrar tryggingar fengju luxusaðstöðu á spítölunum. Þeir fengju nokkurs konar “svítu”.Einnig hefðu þeir forgang í biðröðinni. Hér er komin fyrirmyndin að því,sem einkarekstursmenn stefna að í heilbrigðismálum hér: Forgangur fyrir þá efnameiri: A og B sjúklingar. Þeir efnameiri skulu hafa forgang og fá betri aðstöðu en aðrir.

 

 VILJUM EKKI SLÍKT KERFI

 

Við Íslendingar viljum ekki slíkt kerfi. Við viljum ekki að þeir efnameiri hafi forgang í heilbrigðiskerfinu. Við viljum að allir sitji við sama borð. Oftast segja talsmenn einkareksturs í heilbrigðiskerfinu,að ekki sé meiningin að mismuna eftir efnahag. En það segja þeir aðeins á meðan þeir eru að koma breytingunni á. Að sjálfsögðu mundi einkarekstur í heilbrigðiskerfinu þýða, að tekin yrðu upp sjúklingagjöld í auknum mæli ella yrði   fjárhagslegur ávinningur lítill.Menn nefna gjarnan í þessu sambandi “ litlar” upphæðir fyrir aðgerðir,t.d. 18000 kr. En menn athuga ekki að þeir sem aðeins hafa 100 þús kr. á mánuði hafa ekki efni á því að greiða  18000 kr. fyrir aðgerð. Jafnaðarmenn þurfa að vera vel á verði í þessum efnum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

"Við Íslendingar viljum ekki slíkt kerfi. Við viljum ekki,að þeir efnameiri hafi forgang í heilbrigðiskerfinu.Við viljum,að allir sitji við sama borð."

"Jafnaðarmenn þurfa að vera vel á verði í þessum efnum".

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn