Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ríkisstjórnin skerti kjör lífeyrisþega að óþörfu

sunnudagur, 20. desember 2009

 

 

 

 

Meginmál

Þegar ríkisstjórnin tók við völdum sögðu leiðtogar hennar ,að hún ætlaði að koma hér á norrænu velferðarkerfi.Það voru stór orð,þar eð við stóðum hinum Norðurlöndunum langt að baki í velferðarmálum ,m.a. í málefnum aldraðra og öryrkja.Frá því stjórnin tók við völdum höfum við enn færst lengra frá hinum Norðurlöndunum í velferðarmálum.Þær ráðstafanir,sem ríkisstjórnin gerði 1.júlí sl. í málefnum aldraðra og öryrkja skertu velferðina verulega hjá okkur.Þá var lífeyrir aldraðra og öryrkja skertur talsvert.Kjaraskerðingin nam 4 milljörðum á ársgrundvelli.Hún tók gildi sama dag og kauphækkun launþega átti sér stað.Var þessi kjaraskerðing lífeyrisþega nauðsynleg? Nei,hún var óþörf með öllu eins og ég mun nú skýra út
 
.Fjármagnstekjur meiri-skerðing tryggingabóta aukin
 
Um síðustu áramót tóku gildi lög sem heimiluðu ríkisskattstjóra að fá upplýsingar um sparifé fólks í bönkum til þess að athuga fjármagnstekjur þess.Með þeirri breytingu komst Tryggingastofnun í upplýsingar um fjármagnstekjur lífeyrisþega.Í ljós kom þá ,að fjármagsntekjur lífeyrisþega reyndust  mun meiri sl. ár en áætlað hafði verið.Leiðir það til þess að skerðing tryggingabóta lífeyrisþega eykst 4 milljörðum meira en reiknað hafði verið með.Í ljós kom því, að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja 1.júlí sl. var algerlega óþörf.Það þurfti ekki að skerða kjör lífeyrisþega um eina krónu 1.júlí. Sparnaður um 4 milljarða náðist allur með aukinni skerðingu tryggingabóta vegna meiri fjármagnstekna en reiknað hafði verið með.Ef félags-og tryggingamálaráðherra hefði leitað annarra leiða áður en hann ákvað að skera niður lífeyri aldraðra og öryrkja eins og áskilið er að gera   í mannréttindasáttmálum,sem Ísland er aðili að,þá hefði hann ekki skorið niður lífeyri lífeyrisþega.En ráðherrann var of  fljótur á sér
 
.Laun hækka á ný-lífeyrir lækkar!
 
 Laun launþega hafa hækkað á ný 1.nóvember sl. um sömu upphæð og 1.júlí sl. Allir sem hafa 220 þús. á mánuði í laun  og minna fá þessa launahækkun. Tryggingabætur allra eldri borgara eru langt undir þeirri fjárhæð eða hjá einhleypingum 180 þús. kr. á mánuði fyrir skatt og 155 þús. eftir skatt.Hér er átt við þá eldri borgara,sem búa einir og hafa engar tekjur úr lífeyrissjóði en þar er um lítinn hóp að ræða.Allir aðrir eldri borgarar hafa minna frá almannatryggingum.Þær raddir hafa heyrst,að eldri borgarar hafi fengið svo miklar kjarabætur 2008,að þeir þurfi ekki meiri kjarabætur nú og geti tekið á sig kjaraskerðingu.Þetta er rangt. Eldri borgarar fengu aðeins í hækkun lífeyris sem svaraði  helmingi kauphækkunar verkafólks 1.feb.2008.Síðan fengu 412 einhleypir eldri borgarar hækkun 1.oktober sama ár eða lágmarksframfærsluuppbót upp í 150 þús. á mánuði fyrir skatt eða 130 þús. eftir skatt.Aðrir fengu minna.Kjarabætur eldri borgara 2008 voru fyrst og fremst til þeirra sem voru úti á vinnumarkaðnum. Frítekjumark vegna atvinnutekna var ákveðið 100 þús. á mánuði en það var lækkað í 40 þús. á mánuði 1.júlí sl. Kjarabætur til þeirra eldri borgara sem voru hættir að vinna voru hins vegar mjög litlar. Og ég gagnrýni það harðlega að frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna skyldi ekki sett hið sama og vegna atvinnutekna og það má furðulegt heita,að engin skerðing verði á tryggingabótum aldraðra vegna tekna séreignalífeyrissparnaðar en full skerðing að heita má vegna lífeyrissjóðstekna úr lögbundnum lífeyrissjóðum.Hér er mismunað gróflega
 
.Lög um málefni aldraðra brotin
 
Í lögum um málefni aldraðra segir,að ekki megi mismuna ölduðum  gagnvart öðrum þegnum þjóðfélagsins.Aldraðir eigi að njóta jafnréttis. Það er að mínu mati brot á þessum lagaákvæðum að lækka lífeyri aldraðra sama dag og kaup launþega er hækkað.Úr þessu verður ríkisstjórnin að bæta.Hún verður að veita öldruðum og öryrkjum sambærilega hækkun á lífeyri og launþegar hafa fengið í kauphækkun á þessu ári og síðan eiga lífeyrisþegar að fá fulla verðlagsuppbót á lífeyri sinn um áramót. Kjaraskerðinguna frá 1.júlí sl. verður að afturkalla.
 
 Fjármálaráðherra fann 20 milljarða!
 
Fjármálaráðherra upplýsti þegar hann tilkynnti skattahækkanir,að atvinnuleysi hefði verið minna á árinu en áætlað  hefði verið og þjóðarframleiðslan hefði dregist minna saman en reiknað hafði verið með.Þetta þýddi 20 milljarða betri afkomu í þjóðarbúskapnum og því gætu skattarhækkanir verið sem því næmi lægri en hann hefði áður ráðgert. Af því er ljóst ,að  ekki  þarf að leita til aldraðra og öryrkja um sparnað.Þeir hafa lagt nóg til þjóðarbúsins áður og eiga að sleppa nú
 
Björgvin Guðmundsson 
 
 
 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn