Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ekkert lýðræði í Framsóknarflokknum

fimmtudagur, 4. mars 2004

 

 

Miklar umræður hafa átt sér stað að undanförnu um breytingarnar á ríkisstjórninni,sem munu eiga sér stað 15.september n.k. Einkum hefur mikið verið rætt um það hvaða ráðherra Framsóknar missi stólinn sinn í haust. Virðast flestir telja,að það verði Sif Friðleifsdóttir umhverfisráðherra,þar eð Framsókn lætur umhverfisráðuneytið af hendi til Sjálfstæðisflokksins 15.september n.k.Fréttablaðið ræðir þessi mál og segir,að formaður Framsóknarflokksins muni einn ráða því   hvaða ráðherra Framsóknar verði fórnað. Hann hafi einn ráðið því  hvaða nýr ráðherra var tekinn inn í stjórnina eftir kosningarnar í mai sl. og hann muni einn ráða því hver fari út.Málið er aðeins lagt fyrir þingflokkinn til málamynda.

 

Ekkert gefið fyrir frammistöðu

 

  Ef þetta er rétt hjá Fréttablaðinu er ekki mikið lýðræði í Framsóknarflokknum,raunar ekkert lýðræði,heldur einræði. Tekið var eftir því,þegar  nýr félagsmálaráðherra var skipaður í stað Páls Péturssonar,sem féll í þingkosningunum sl.ár,að formaður Framsóknar  gekk framhjá mörgum reyndum þingmönnum Framsóknar eins og t.d. Kristni Gunnarssyni,sem hafði verið formaður þingflokks Framsóknar, Jónínu Bjartmars og Hjálmari Árnasyni.Valinn var nýr maður,Árni   Magnússon,sem ekki hafði stigið fæti inn á Alþingi. Á sama hátt má reikna með því nú,að ekkert verði  gefið fyrir frammistöðu  í kosningum eða í ríkisstjórn.Það sem mun ráða varðandi val á ráðherrum Framsóknar  og aftöku á einum ráðherra  næsta haust verður það sem formaður Framsóknar einn ákveður.

 

Konurnar staðið sig betur en karlarnir

 

 Sif Friðleifsdóttir hefur  ekki staðið sig verr en aðrir ráðherrar Framsóknar nema síður sé.Segja má,að konurnar í ráðherraliði Framsóknar, Sif og Valgerður Sverrisdóttir, standi nokkuð jafnfætis. Raunar hafa þessar tvær konur staðið sig betur en karlarnir  í ráðherraliði Framsóknar.Sif ætti auk þess að njóta þess,að hún  er í forustu fyrir flokkinn,skipar efsta sætið, í stóru kjördæmi,Kraganum.

 Rætt var við Sif í  Pressukvöldi Sjónvarpsins 3.mars sl. Þar var hún þráfaldlega spurð hvort hún yrði áfram í ríkisstjórninni eða þyrfti að víkja. Hún  kvaðst gefa kost á sér sem ráðherra áfram og sagði,að ekki væri búið að ákveða  hverjir yrðu ráðherrar fyrir Framsókn eftir 15.september n.k. Vitnaði hún oft til þess,að formaður Framsóknar hefði sagt eftir kosningar í mai sl.,að   “ skipað yrði með nýjum hætti” í  stjórnina næsta haust. Virtist Sif telj,að þessi orð formannsins hefðu einhverja mikla merkingu. En svo er ekki.Þau þýða það  einfaldlega,að einum ráðherra verður ítt út. Sif hældi formanni Framsóknar mikið í þættinum og gerði sér far um að gera ekkert sem gæti styggt hann. Það mun þó ekki duga til þess að hún haldi ráðherraembættinu. Formaðurinn er trúlega búinn að  ákveða að setja hana út.

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn