Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Tilskipanir ESB hafa mikil áhrif á sveitarfélögin

þriðjudagur, 21. desember 2004

 

 

 

Árni Þór Árnason forseti borgarstjórnar Reykjavíkur fer strax eftir áramót til Brussel til þess að kynna sér áhrif tilskipana ESB á íslensk sveitarfélög.Mun hann verða þar í hálft ár. Hér er um gott framtak að ræða,sem vert er að vekja athygli á, þar eð tilskipanir ESB hafa  mjög mikil áhrif á sveitarfélögin ekki síður en á ríkið og oft frétta sveitarfélögin ekki af nýjum tilskipunum fyrr en allt of seint,þegar engum breytingum er unnt að koma við. Getur það verið mjög kostnaðarsamt fyrir sveitarfélögin.Nokkur íslensk sveitarfélög hafa sýnt ESB mikinn áhuga,m.a. Akranes en Gísli Gíslason bæjarstjóri þar dvaldist um hríð í Brussel til þess að kynna sér áhrif tilskipana ESB á sveitarfélögin.

 

 

 

 

Utanríkisráðuneytið  hóf haustið 2001 að kanna sérstaklega áhrif EES-samningsins á íslensk sveitarfélög.Gerði ráðuneytið samkomulag við Committee of the Regions hjá Evrópusambandinu, þ.e. landsvæðanefndina um að nefndin  sendi ráðuneytinu jafnóðum upplýsingar um  allar tillögur að nýjum tilskipunum og lögum, sem landsvæðanefndinni berast frá  framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en landsvæðanefndin er nokkurs konar sveitarstjórnarráð Evrópusambandsins. En Evrópusambandið sendir  landsvæðanefndinni til umsagnar allar tillögur að nýjum tilskipunum og lögum, sem varða sveitarfélögin. Mjög mikilvægt er, að  sveitarfélögin fái vitnesku um tillögur að nýjum tilskipunum  áður en þær eru  endanlega afgreiddar hjá Evrópusambandinu. Ef  hafa á áhrif á mótun nýrra tilskipana þarf að gera það strax á undirbúningsstigi.

 

 

 EES- samningurinn hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög. Þeir málaflokkar, sem skipta mestu máli í því sambandi eru þessir: Umhverfismál,félags-og vinnumál, orkumál,opinber innkaup, og opinberir styrkir. Fleiri mál EES- samningsins hafa áhrif á sveitarfélögin. Sveitarfélög og aðilar á vegum þeirra hafa getað tekið þátt í ýmsum verkefnum Evrópusambandsins. Hafa fengist veruleg fjárframlög frá Evrópusambandinu vegna þeirra. Unnt væri að stórauka þáttöku íslenskra sveitarfélaga í slíkum verkefnum. Íslands fær ekki styrki frá Evrópusambandinu vegna þáttöku í verkefnum á  vegum byggðaáætlunar ESB en gæti samt haft mikið gagn af þáttöku í þeim.

 Samband sveitarfélaga í Noregi hefur sérstaka skrifstofu í Brussel,sem fylgist með tilkomu nýrra tilskipana sem varða sveitarfélögin. En einnig hafa nokkrar stórar borgir í Noregi starfsmenn í Brussel,sem hafa sömu verkefni með höndum en sinna margir hverjir einnig ýmsum viðskiptamálum fyrir viðkomandi borgir. Norðmenn fylgjast mjög vel með öllu sem gerist hjá ESB og ætla að vera alveg tilbúnir þegar Noregur gerist aðili að sambandinu.Samand íslenskra sveitarfélaga þyrfti að  fá fastan starfsmann í Brussel,sem fylgst gæti með störfum ESB allt árið um kring. Það mundi fljótlega spara sveitarfélögunum mikla fjármuni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 20.des. 2004

 

 

 

 

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn