Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Afstaða stjórnvalda hér til eldri borgara neikvæð

miðvikudagur, 29. ágúst 2007

 

Afstaða stjórnvalda á hinum Norðurlöndunum  til hagsmunamála aldraðra er jákvæð.Stjórnvöld þar kappkosta að hafa sem best

 samstarf við hagsmunasamtök eldri borgara og taka jákvætt óskum þeirra um kjarabætur og bætta aðstöðu.Þessu er öfugt farið hér. Sl. 12 ár hefur afstaða stjórnvalda til  kjarabaráttu aldraðra verið neikvæð. Hagsmunasamtök eldri borgara hafa þurft að  knýja ( neyða) stjórnvöld  til þess að láta eitthvað af hendi rakna við eldri borgara. Það,sem náðst hefur fram, hefur ávallt verið of lítið og of seint.

 

Óbreytt stefna?

 

Svo virðist sem framald verði á þessari furðulegu stefnu stjórnvalda gagnvart eldri borgurum.Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu eldri borgurum verulegum kjarabótum og bættri aðstöðu  í síðustu kosningum.Það hefði því mátt ætla, að þeir mundu nota fyrsta tækifæri til þess að efna þessi kosningaloforð.En svo er ekki. Þvert á móti virðist hugsunin vera sú að draga efndir eins lengi og unnt sé. Ráðamenn virðast halda, að

 kjósendur gleymi kosningaloforðunum strax. En svo er ekki.

 

Þolir enga bið

 

Alþingi var kallað saman strax eftir kosningar og þá gafst tækifæri til þess að efna kosningaloforðin um bætt kjör eldri borgara.En engin tillaga  kom fram um það.Eina tillagan sem kom fram og var samþykkt var um, að 70 ára ellilífeyrisþegar og eldri, sem væru á vinnumarkaði, skyldu ekki lengur sæta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna.Ellilífeyrisþegar á aldrinum 67-70 ára skyldu áfram sæta skerðingu tryggingabóta. Þetta er sama stefna og áður,  þ.e. of lítið  og of seint. Kjörin skyldu ekki bætt.Það á að bíða með það eins lengi og mögulegt er!  Ef til vill ætlar ríkisstjórnin nú að  skjóta sér á bak við það, að Jóhanna Sigurðardóttir taki við lífeyrismálum almannatrygginga um næstu áramót og ekkert liggi á fyrr en þá að huga að kjaramálum ellilífeyrisþega. En það er misskilningur.Þessi mál þola enga bið og ellilífeyrisþegar vilja efndir á kosningaloforðum strax.

 

Nógir peningar til

 

Stjórnvöld tóku að skerða kjör eldri borgara 1995, þegar  rofin voru sjálfvirk tengsl milli lægstu launa á almennum vinnumarkaði og tryggingabóta eldri borgara.Síðan hefur  lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum stöðugt dregist aftur úr í almennri launaþróun.Aldrei hefur fengist nein skýring á því hvers vegna tekið var upp á þessu 1995.En nærtækast er að álykta, að þetta hafi verið gert  í sparnaðarskyni. Fjármál ríkisins hafa hins vegar batnað svo mikið  síðustu árin, að  ríkið gæti af fjárhagsástæðum gert vel við eldri borgara og hefði átt að gera það fyrir löngu.Ríkisreikningurinn fyrir árið 2006 leiðir í ljós, að tekjuafgangur nam 82 milljörðum króna. Er afgangur af venjubundinni starfsemi meiri en árið áður. Skattar á tekjur einstaklinga nema 81 milljarði og hækka um 12,8% frá fyrra ári.Skattheimtan eykst því stöðugt. Ríkið tekur meira og meira af borgurunum. En tímir ekki að veita eldri borgurum sómasamleg kjör.  Það eru  nægir peningar til í því skyni að bæta kjör ellilífeyrisþega.

Þær raddir heyrast oft,að margir eldri borgarar séu vel staddir og þurfi ekki hærri lífeyri frá almannatryggingum. Það er rétt,að ákveðinn hópur eldri borgara hefur það gott..En hitt er einnig staðreynd, að meira en 10 þúsund eldri   borgarar hafa það  “ mjög skítt”. Þeir geta ekki veitt sér neitt. Það hafa rétt fyrir fæði og húsnæði.Þessi hópur er með rúmar 100 þúsund á mánuði. Það lifir enginn mannsæmandi lífi af þeirri fjárhæð. Húsnæðiskostnaður   er mjög mismunandi hjá eldri borgurum eins og öðrum. En ef eldri borgari ( borgarar) þarf að leigja húsnæði þá fer mikill meirihluti af þessum peningum í  húsnæðiskostnað. Krafan er því sú, að kjör eldri borgara verði leiðrétt strax. Það er ekki eftir neinu að bíða.

 

Björgvin Guðmundson

 

Birt í Mbl. í ágúst 2007



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn