Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Þessi ríkisstjórn hefur ekkert hækkað lífeyri aldraðra

sunnudagur, 23. mars 2008

 
 
 
Skömmu eftir þingkosningarnar 2007 ritaði ég grein í Morgunblaðið undir þessari fyrirsögn:"  Treysti á, að Jóhanna leysi lifeyrismál aldraðra" . Ég hafði þá miklar væntingar til Jóhönnu   sem ráðherra og taldi víst, að hún mundi standa undir þeim væntingum. En því miður. Ég hefi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Jóhönnu og ríkisstjórnina í kjaramálum eldri borgara. Þessir aðilar hafa brugðist. Í stuttu máli sagt er staðan þessi: Jóhanna og ríkisstjórnin hafa ekki hækkað lífeyri eldri borgara neitt á þeim  tæpu 9 mánuðum,sem þau hafa verið við völd.(A.m.k. ekki, þegar þessi grein er skrifuð 15.febrúar  2008)  Það eina,sem ríkisstjórnin hefur gert er að birta tilkynningu um, að það eigi að draga úr tekjutengingum 1.apríl n.k. og 1.júlí n.k. Hinn 1.apríl á að afnema skerðingu tryggingabóta  vegna tekna maka og hinn 1.júlí á að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna  67-70  ára, það er taka   á gildi frítekjumark að upphæð 100 þúsund á mánuði vegna atvinnutekna. En hvað með kosningaloforðið um að  leiðrétta  eigi lífeyri aldraðra vegna þess  að hann hefði ekki tekið eðlilegum vísitöluhækkunum.Ekkert er minnst á það kosningaloforð. Heldur ríkisstjórnin, að eldri borgarar hafi gleymt því kosningaloforði. Nei,þeir hafa ekki gleymt því. Og það þýðir ekkert að hafa þann hátt  á , sem oft  hefur tíðkast, að bíða með efndir þar til rétt fyrir næstu kosningar. Eldri borgarar láta ekki bjóða sér slíkar "trakteringar". Þeir vilja  efndir strax.Þeir vilja strax efndir á því kosningaloforði  að hækka lífeyri aldraðra  frá  almannatryggingum í  sem svarar neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofu Íslands.
 
Ríkið hrifsar til sín sparnað eldri borgara
 
Lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum er í dag 130 þúsund á mánuði fyrir skatt, þ.e. til einhleypinga,sem ekki eru í lífeyrissjóði. Það gerir   118 þúsund á mánuði eftir skatt. Þetta er skammarlega lágt. Ef viðkomandi  eldri borgari verður að leigja húsnæði geta farið 70-80 þúsund á mánuði í húsaleigu. Þá er lítið eftir fyrir mat og öllum öðrum úgjöldum og engin leið að láta enda ná saman. Hvers vegna byrjar ríkisstjórnin ekki á því að bæta kjör þessa fólks? Hvers vegna byrjar hún að hugsa um þá sem eru  á vinnumarkaðnum? Það er ekki sá hópur eldri borgara, sem verst er staddur.
Jafnvel þó eldri borgari sé í lífeyrissjóði og hafi 50 þúsund á mánuði  í lífeyri þaðan er hann lítið betur settur en sá sem hefur ekkert nema lífeyri frá TR. Það er vegna skatta og skerðinga. Ríkið  hrifsar til sín sem svarar helmingi af lífeyrinum.Í raun heldur lífeyrisþeginn ekki nema helmingi af þessum lífeyri úr lífeyrissjóðnum, þar eð lífeyrir frá almannatryggingum lækkar um 25 þúsund krónur  á mánuði vegna skatta og skerðinga við 50 þúsund króna tekjur úr lífeyrissjóði. Þannig er réttlætið.Sá, sem hefur greitt í lífeyrissjóð alla ævi, sparað til elliárannna, heldur ekki nema hluta af þessum sparað, þar eð ríkið hrifsar til sín helming af   þessum sparnaði. Þetta rangæti verður að leiðrétta.
 
Af hverju ekki frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna?
 
 Samfylkingin boðaði það í þingkosningunum 2007, að hún vildi setja 100 þúsund króna frítekjumark  á mánuði vegna tekna úr lífeyrissjóði og  atvinnutekna.Verkefnisstjórn sú,sem félagsmálaráðherra skipaði til þess að undirbúa breytingar í lífeyrismálum aldraðra, mun hafa lagt til,  að byrjað yrði með 25 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna lífeyrissjóðstekna. En ríkisstjórnin strikaði það út. Hvers vegna? Má ekki leiðrétta þetta ranglæti. Ég tel, að byrja hef'ði átt á því að setja frítekjumark vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er mikið mikilvægara en frítekjumark vegna atvinnutekna. Aðeins um 30% eldri borgara er á vinnumarkaði en 90-95% eldri borgara eru í lífeyrissóði. Það gagnast því mikið fleirum að setja frítekjumark vegna  tekna úr lífeyrissjóði. Það er auðvitað ódýrara fyrir ríkið að fara fyrri leiðina.( Frítekjumark vegna atvinnutekna) Er það ef til vill þess vegna,sem  sú leið er farin? Er alltaf verið að reyna að sleppa sem " billegast" út úr viðskiptum við eldri borgara ? Ef svo er   þá er kominn tími til að breyting verði á. Ríkisstjórnin á ekki að gera það sem ódýrast er fyrir eldri borgara. Hún á að gera það sem gagnast  eldri borgurum best.
 
Samkomulagið við LEB drýgra en yfirlýsingin 5.des. sl. !
 
Árið 2006 náðist samkomulag milli Landssambands eldri borgara ( LEB) og þáverandi ríkisstjórnar  um kjaramál aldraðra og  vistunarmál þeirra. Það mátti að vísu ekki kalla þetta samkomulag,heldur var það  kallað yfirlýsing. Þar var gert ráð fyrir nokkurri hækkun á lífeyri aldraðra, minni skerðingum og  aðgerðum í hjúkrunar-ig vistunarmálum aldraðra. Mér þótti samkomulag þetta eða yfirlýsing slakt nema í hjúkrunar-og vistunarmálum aldraðra. Sá kafli var góður. En eftir að yfirlýsing núverandi ríkisstjórnar var birt 5.desember sl. virðist samkomulagið frá 2006 vera  dágott eða a.m.k mun drýgra en yfirlýsingin  frá desember 2007. Ástæðan er sú,að það er ekki gert ráð fyrir neinni hækkun lífeyris til aldraðra frá almannatryggingum í yfirlýsingunni 2007 en  það voru slíkar kjarabætur í yfirlýsingunni frá 2006 þó þær væru ekki mjög miklar.Aldrei  hefði hvarflað að mér,að útkoman yrði verri fyrir aldraða, ef Samfylkingin kæmi í ríkisstjórnina í stað Framsóknar en enn sem komið er virðist það svo.
 
8 þúsund eftir af 25 þúsund krónunum !
 
Sú tillaga ríkisstjórnarinnar,að þeir sem ekki eru í lífeyrissjóði fái  ei að síður 25 þúsund krónur á mánuði í lífeyri  frá lífeyrissjóði felur í sér sáralitlar kjarabætur. Í fyrsta lagi er það mjög lítill hópur ellilífeyrisþega,sem nýtur þessa. En í öðru lagi  verður þessi upphæð skattlögð og  veldur skerðingu tryggingabóta i þannig,að  eftir skatta og skerðingar verða ekki nema   um 8 þúsund krónur eftir. Það er öll kjarabótin,sem  þessi litli hópur fær. Það tekur því varla að nefna þetta lítilræði.
 
Þörf  á nýjum vinnubrögðum
 
Við höfum fengið nýja ríkisstjórn og nýjan félags--og tryggingamálaráðherra.En vinnubrögðin hafa ekkert breyst. Þau eru eins og áður,þegar Framsókn var í ríkisstjórninni. Það er verið að draga kjarabætur fyrir aldraða á langinn,tefja þær eins lengi og unnt er. Þetta gengur ekki. Vinnubrögðin verða að breytast. Við höfum ekkert að   gera við nýja  ríkisstjórn, ef  vinnubrögðin breytast ekki.Ríkisstjórnin verður að taka upp alveg ný  viðhorf til  eldri borgara og öryrkja. Hún  verður að taka upp jákvæð viðhorf. Hún á að athuga strax hvað hún getur gert til þess að bæta kjör þessara hópa og hún á að framkvæma kjarabætur strax, ekki síðar.
 
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 28.mars 2008
 
 
 
 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn