Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Nýtt þing leiðréttir kjör aldraðra og öryrkja

fimmtudagur, 25. apríl 2013

Í aðdraganda þingkosninganna var talsvert fjallað um kjör aldraðra.En það hefur lítið verið fjallað um málefni aldraðra á alþingi.Gamla þingið hafði t.d. ekki dug í sér til þess að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja áður en þingi var frestað. En margir frambjóðendur í þingkosningunum tóku þetta málefni fyrir og lýstu því ákveðið yfir að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja.Í umræðuþætti í sjónvarpi fyrir kosningar voru allir frambjóðendur spurðir, hvort þeir vildu afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Nær allir frambjóðendurnir svöruðu því játandi. Samþykkt var á landsfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að afturkalla ætti kjaraskerðinguna frá 2009. Meirihluti fyrir kjarabótum aldraðra og öryrkja Miðað við yfirlýsingar frambjóðenda í þingkosningunum ætti að vera öruggur meirihluti á nýju þingi fyrir afturköllun kjaraskerðingar aldraðra og öryrkja frá 2009 og verulegum kjarabótum þeim til handa.Það stenst ekki að ætla að afgreiða það mál eingöngu með lögfestingu nýs frumvarps um almannatryggingar.Bæði kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara (LEB) og kjaranefnd Félags eldri borgara(FEB) telja að afturkalla verði kjaraskerðinguna frá 2009 enda þótt sett verði ný lög um almannatryggingar.Slík lög komi ekki í stað afturköllunar umræddrar kjaraskerðingar.Kjaraskerðingin frá 2009 hefur kostað aldraða og öryrkja 17 milljarða kr. Ef frumvarpið um almannatryggingar verður lögfest, færir það lífeyrisþegum aðeins 2 milljarða netto í ávinning fyrstu 3 árin eftir gildistöku.Næsta árið þar á eftir bætast aðeins við rúmir 3 milljarðar netto í ávinning. Þessar tölur leiða í ljós, að ávinningur af nýjum lögum um almannatryggingar bætir ekki lífeyrisþegum að fullu skaðann af lögunum frá 2009. Þar vantar mikið á.Og þá er einnig eftir að bæta lífeyrisþegum tjónið af kjaragliðnuninni sl. 4 ár. Það skortir mikið á, að umrædd breyting á almannatryggingum muni bæta það mikla tjón, sem lífeyrisþegar hafa orðið fyrir sl. 4 ár.Breytingarnar á tryggingunum taka mörg ár. En auk þess ná breytingarnar á almannatryggingunum ekki til allra.Þær taka fyrst og fremst til þeirra,sem hafa miklar tekjutengingar. Erfitt er að spá fyrir um næstu ríkisstjórn. Allt bendir til þess,að stjórnarandstaðan taki við.Samfylking og VG hafa átt erfitt uppdráttar í kosningabaráttunni. Kjósendur telja ekki ríkisstjórnina hafa staðið sig nógu vel við upphreinsun eftir að Sjálfstæðisflokkurinn olli hér bankahruni með aðstoð Framsóknar.Miðað við stöðu Samfylkingar og VG er óvíst, að þessir flokkar verði í ríkisstjórn.Ég tel víst, að ný ríkisstjórn og nýtt alþingi muni bæta kjör aldraðra og öryrkja.Stjórnarandstaðan hefur tekið mjög jákvæða afstöðu til baráttumála lífeyrisþega.Kjarabætur lífeyrisþega ættu því að ná fram að ganga, ef þessir flokkar verða í ríkisstjórn. Það kemur í hlut nýs þings og nýrrar stjórnar að afturkalla kjaraskerðinguna frá 1.júlí 2009 strax og að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar sl. 4 ár. Björgvin Guðmundsson Birt í Mbl. 25.apríl 2013


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn