Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Mikil kaupmáttarskerðing öryrkja og aldraðra í kreppunni

mánudagur, 11. mars 2013

Öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kaupmáttarskerðingu á krepputímanum, samkvæmt athugun, sem Talnakönnun gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands.Samkvæmt könnuninni hækkaði launavísitalan um 23,5% á tímabilinu 2009-2013 og neysluverð hækkaði um 20,5% á sama tímabili en meðaltekjur öryrkja ( allar tekjur,fjármagnstekjur meðtaldar) hækkuðu aðeins um 4,1% á sama tímabili( tekjur eftir skatta).Verðbólga var á tímabilinu 20,5%.Kaupmáttarskerðing er því mjög mikil. Talnakönnun athugaði einnig breytingu bóta,verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftirfarandi í ljós:Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%. Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%. Kjaraskerðing aldraðra einnig mjög mikil Þessar tölur eru mjög í samræmi við þá útreikninga,sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur gert.Við höfum að vísu einungis reiknað út breytingar á lágmarkslaunum og breytingu tryggingabóta aldraðra á tímabilinu 2009-2013.En samkvæmt okkar útreikningum hafa lágmarkslaun hækkað um 40% á þessu tímabili en lífeyrir einhleypra eldri borgara,sem eingöngu hafa tekjur frá TR, hefur hækkað um 17% á sama tímabili.Kjargliðnunin er því mjög mikil hvort sem miðað er við tímabilið 2008-2013 eða tímabilið 2009-2013.Laun hafa hækkað mikið meira en bætur aldraðra og öryrkja á þessum tímabilum.Báðir stjórnarflokkarnir lýstu því yfir fyrir þingkoningar sl. vor, að leiðrétta ætti þessa kjaragliðnun og það ætti að leiðrétta hana strax. Stjórnarflokkarnir vildu leiðrétta þetta nú þegar Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér er engin tæpitunga töluð.Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax.Nú eru hæg heimatökin hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu efni, þar eð flokkurinn er með fjármálaráðherrann,Bjarna Benediktsson,sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins.Hann getur haft forgöngu um það, að staðið verði við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksinds og kjaragliðnunin leiðrétt strax á haustþinginu.Á flokksþingi Framsóknarflokksins var eftirfarandi samþykkt fyrir kosningar: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum. Fyrstu skref ríkisstjórnarinnar máttleysisleg Því miður voru fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í því efni að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja ansi máttleysisleg.Ríkisstjórnin ákvað að leiðrétta aðeins lítillega kjör þeirra lífeyrisþega,sem best voru settir en skildi hina eftir,sem höfðu verst kjörin.Þeir lífeyrisþegar,sem misstu grunnlífeyrinn 2009, fengu hann aftur.Og þeir sem sættu skerðingu á frítekjumarki 2009 vegna atvinnutekna ( lækkun úr 110 þús. á mán. í 40 þús) fengu leiðréttingu á frítekjumarkinu.Þessir hópar voru sæmilega vel settir.Þeir,sem misstu grunnlífeyrinn og fengu hann aftur á sumarþinginu, eru með nokkuð góðar lífeyrissjóðstekjur.Og þeir,sem eru á vinnumarkaðnum,fá aukatekjur af atvinnutekjum og eru því betur settir en þeir,sem geta ekki unnið. Kjaranefnd Félags eldri borgara styður það samt, að þessir hópar fái leiðréttingu á sínum kjörum en kjaranefndin vildi,að þeir,sem eru illa staddir,fengju leiðréttingu á sínum kjörum um leið.Þar er um að ræða 28000 lífeyrisþega,sem sættu kjaraskerðingu 2009 vegna þess að tekjutryggingin var skert; skerðingarhlutfall hækkað úr 38,35% í 45%.Þessi hópur átti að fá leiðréttingu á sumarþinginu um leið og hinir.En það var ekki gert.Væntanlega fær þessi hópur leiðréttingu strax í haust,þegar þing kemur saman.Það má ekki dragast lengur., Björgvin Guðmundsson formaður kjaranefndar Félags eldri borgara


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn