Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Miklar erlendar skuldir Íslands

miðvikudagur, 3. desember 2003

    MIKLAR ERLENDAR SKULDIR ÍSLANDS

 

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var á ferð hér á landi fyrir nokkru.Slíkar heimsóknir eru reglulegar og er tilgangur þeirra að gera nokkurs konar úttekt á íslensku efnahagslífi. Umsögn sendinefndarinnar um ástandið hér var nokkuð jákvæð að þessu sinni. Þó gerði sendinefndin alvarlegar athugasemdir við miklar erlendar skuldir Íslands. Hreinar erlendar skuldir námu í árslok 2002  80% af vergri landsframleiðslu.Alls nema erlendar skuldir þjóðarbúsins 130% af vergri þjóðarframleiðslu í ársok 2002. Sagði  sendinefnd  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,að þetta væri hæsta hlutfall meðal þróaðra þjóða. Ef litið er á þróun erlendra skulda frá árinu 1995, eða frá því núverandi stjórnarflokkar komust til valda, kemur eftirfarandi í ljós: Árið 1995 námu  hreinar erlendar skuldir sem hlutfall af  vergri landsframleiðslu 50% en í lok ársins 2002 námu þær sem fyrr segir 80%.

 Þetta er nokkuð önnur mynd en fulltrúar stjórnarflokksins drógu upp af ástandinu í þessum efnum í kosningabaráttunni.Þá héldu þessir fulltrúar því fram,að þetta ástand  væri mjög gott og hefði batnað mikið undanfarin ár.En það er alveg þveröfugt. Árið 1999,þegar síðasta kjörtímabil hófst, námu hreinar erlendar skuldir Íslands sem hlutfall af vergri  landsframleiðslu 49 %. Þær jukust því  á kjörtímabilinu úr 49% í 80%! Á meðan hreinar erlendar skuldir Íslands eru meiri en í nokkru öðru þróuðu ríki getum við ekki verið ánægðir með árangurinn í því efni að lækka skuldirnar.. 

 Í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er fjallað um áform ríkisstjórnarinnar um hækkun húsnæðislána og um skattalækkanir. Varað er við hækkun húsnæðislána og bent á,að hækkun þeirra gæti valdið hækkun fasteignaverðs. Í sambandi við áform um lækkun skatta er bent á nauðsyn þess að lækka ríkisútgjöld áður en skattar verði lækkaðir.Er sú athugasemd í samræmi við álit,er fram kom í kosningabaráttunni um,að hætt væri við að framlög til velferðarkerfisins yrðu skert,ef lækka ætti skatta.

Í  áliti  sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er mælt með aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Er sagt,að  á þann hátt mætti ná auknu aðhaldi í rekstri og sparnaði.Hér er með öðrum orðum mælt með því,að almenningur greiði meira sjálfur fyrir þjónustuna í þessum greinum. Vafamál er hvort það er í verkahring Alþjóðagjaleyrissjóðsins að  mæla fyrir um það hvort ríki láti hið opinbera eða einkaaðila annast mikilvæga þjónustu eins og rekstur heilbrigðiskerfis og menntakerfis. Hér er um mjög viðkvæmt pólitískt mál að ræða og  hlýtur það alfarið að vera mál viðkomandi ríkis hvaða leið það velur í þessum efnum.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur


Birt í DV  2003 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn