Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lífeyrir aldraðra á að hækka um 15-20% vegna kjarasamninganna

þriðjudagur, 26. febrúar 2008

 
 
 
Ríkisstjórnin fjallar nú um það hvað  hún eigi að láta ellilífeyrisþega fá mikla hækkun á lífeyri almannatrygginga vegna nýgerðra kjarasamninga.Hér áður var það lögbundið, að  lífeyrir aldraðra hækkaði sjálfvirkt jafnmikið og  lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.En þessi sjálfvirku tengsl voru afnumin 1995. Þá lýsti Davíð Oddsson,þáverandi forsætisráðherra, því yfir,að  breytingin ætti ekki að verða ellilífeyrisþegum í óhag. Eða eins og hann orðaði það. Eldri borgarar verða tryggðir bæði með belti og  axlaböndum.Með því átti hann við það,að tekið yrði mið bæði af launabreytingum og verðlagsbreytingum við ákvörðun um lífeyri aldraðra.
Í nýgerðum kjarasamningum var samið um 18000 króna kauphækkun strax hjá verkafólki og verslunarmönnum eða ca. 15% kauphækkun og auk þess  allt að 5,5% hækkun.Hjá iðnaðarmönnum var samið um 21000 kr. kauphækkun strax.Það er  því ljóst,að kauphækkunin  var strax við gildistöku samninga 15-20%.Það ætti því að vera alveg ljóst hvað bætur aldraðra frá almannatryggingum ættu að hækka mikið.Þær eiga að mínu mati að hækka um 15-20% eins og launin.Þess vegna er svar félagsmálaráðuneytis til framkvæmdastjóra FEB hið undarlegasta.Samkvæmt því  er fjármálaráðneytið að athuga  hvað ellilífeyrisþegar eiga að fá mikla hækkun. Það er verið að leita að einhverri meðaltalskauphækkun,sem er nægilega lág,  til þess að hún henti  öldruðum.
Er ekki kominn tími til að hætta þessum smáskammtalækningum,þegar aldraðir eiga í hlut?  Er ekki kominn tími til að hætta að skera bætur til aldraðra niður við trog? Hvernig væri að virða  vilja fyrrverandi forsætisráðherra  og gæta þess að aldraðir  skaðist ekki  vegna þess að bætur þeirra eru ekki lengur miðaðar við lágmarkslaun?
 
Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn