|
Verið að brjóta lög á lífeyrisþegumföstudagur, 29. janúar 2016
| Lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum
á lögum samkvæmt að hækka í samræmi við
launaþróun. Eftir þessu hefur núverandi ríkisstjórn
ekki farið. Ég tel, að lög hafi verið brotin á lífeyrisþegum.
Lítum á staðreyndir málsins: Lágmarkslaun hækkuðu
sl. ár um 14,5% (1. maí) en lífeyrir hækkaði aðeins um
3%! Hér vantar 11,5 prósentustig. Ef litið er á hækkun
annarra launa vantar meira, þar eð önnur laun hækkuðu
miklu meira; t.d. fékk fiskvinnslufólk 30% hækkun
byrjunarlauna, nýlæknar 25% hækkun og kennarar og
blaðamenn fengu meiri hækkun en verkafólk.
Skuld ríkisstjórnarinnar
Nú hefur verkafólk og aðrir launþegar samið um launahækkun
yfirstandandi árs: Laun hækka um 6,2% strax
frá áramótum. Þetta þýðir að laun hækka samanlagt um
20,7% árin 2015 og 2016 en lífeyrir hækkar aðeins um
12,7% bæði árin. Hér vantar átta prósentustig.
Auk þess ber að taka með í reikninginn, að verkafólk
fékk 14,5 prósenta launahækkunina frá 1. maí en
lífeyrisþegar ekki fyrr en um áramót. Allir aðrir fengu
afturvirkar launahækkanir. Ríkisstjórnin skuldar því
lífeyrisþegum nú átta prósenta hækkun lífeyris og uppbót
fyrir tímabilið 1. maí sl. til áramóta. Auk þess skulda
stjórnarflokkarnir öldruðum 20 prósenta hækkun lífeyris
vegna kjaragliðnunar 2009-2013.
Áfram níðst á lífeyrisþegum
Ef einhver manndómur hefði verið í ríkisstjórninni hefði
hún leiðrétt lífeyri aldraðra og öryrkja strax frá áramótum
með því að hækka lífeyrinn um átta prósent til
viðbótar þessum 9,7 prósentum og gert upp við lífeyrisþega
uppbót fyrir tímabilið 1. maí til 31. desember 2015.
En ríkisstjórnin ætlar áfram að níðast á lífeyrisþegum
og velur þann kost að berja sér á brjóst og tala um að
hún hafi unnið mikil afrek í lífeyrismálum aldraðra og
öryrkja!
Lífeyrisþegar geta ekki látið valta yfir sig endalaust.
Það er nóg komið
Björgvin Guðmundsson
Birt í Fréttablaðinu 29.jan. 2016 | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|