Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Kreppan á ekki að bitna á öldruðum og öryrkjum

fimmtudagur, 18. júní 2009

Á kreppan að valda því,að stjórnvöld skerði kjör aldraðra og öryrkja?Svarip er nei. Samfylkingin hefur marglýst því yfir,að hún vilji verja velkferðarkerfið og nýja ríkisstjórnin,stjórn Samfylkingar oig VG segir,að hún muni standa vörð um velferðarkerfið.Samkvæmt því á ekki að ráðast á kjör aldraðra og öryrkja. Auk þess segir í upphafi stjórnarsáttmálans,að ríkisstjórnin vilji skapa hér  norrænt velferðarkerfi.Það er vissulega fagnaðarefni.
 
Velferðarkerfið best í Svíþjóð
 
Hvað þýðir norrænt velferðarkerfi,norrænt velferðarsamfélag, fyrir eldri borgara og öryrkja? Það þýðir m.a.,að ekki á að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. Svíþjóð hefur  verið í forustu fyrir norræna velferðarkerfinu. Þar tíðkast engar akerðingar á tryggingabótum  lífeyrisþega vegna tekna á vinnumarkaði eða  úr lífeyrissjóði.Þar greiðast bætur almannatrygginga öllum 65  ára og eldri að fullu  óháð  tekjum af atvinnu,lífeyrissjóði eða  fjármagni.Þetta er norræna velferðarkerfið.Í Danmörkju fá 70% ellílífeyrisþega óskertar bætur. Í Noregi eru mjög litlar skerðingar á tryggingabótum eldri borgara vegna tekna og þar fá t.d. ellilífeyrisþegar fullan grunnlífeyri án tillits til tekna. Íslendingar sem búa í Noregi njóta þessa eftir að þeir hafa búið 3 ár í Noregi. Á Íslandi njóta aðeins 3% ellilífeyrisþega óskertra bóta. Ef ríkisstjórnin ætlar að jafna  kjör lífeyrsþega hér til jafns við' kjör lífeyrisþéga á hinum Norðurlö0ndunum og afnema tekjutengingar að mestu eða öllu leyti á hún talsvert verk fyrir höndum.  Að sjálfsögðu má gera þetta í áföngum.Ég á ekki von á því að ríkisstjórnin skapi hér norrænt velferðarsamfélag í einum áfanga.En markmiðið er skýrt.Og það verður að reikna með því,að ríkisstjórnin viti hvað það þýðir.Hún setur þetta markmið ekki inn í stjórnarsátt-
málann nema hugur fylgi máli.
 
Kjör lífeyriisþega skert um síðustu áramót!
 
Um síðustu áramót áttu lífeyrisþegar að fá fulla verðlagsuppbót á lífeyri sinn frá almannatryggingum samkvæmt eldri lögum.En þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingqr breytti þessu og ákvað að  3/4 lífeyrisþega fengju aðeins 9,6% vísitöluuppbót eða um það bil helming af fullri verðlagsuppbót. 1/4 lífeyrisþega fékk fulla verðlagsuppbót,ca. 20%.Þetta var fyrsta skerðingin á kjörum eldri borgara og öryrkja í kreppunni.Ríkisstjórni sagði,að hún hefði varið kjör þeirra lífeyrisþega  sem allra  verst voru staddir og það er út af fyrir sig rétt en almennt eru eldri borgarar og öryrkjar ekki of sælir af þeim lífeyri sem þeir hafa.Það voru að mínu mati mistök að skerða kjör eldri borgara og öryrkja á þennan hátt.Kreppan á ekki að bitna á þessum hópum. Og þetta verður að leiðrétta.
 
Endurskoðun ekki í átt til norræna velferðarkerfisins!
 
Í stjórnarsáttmálanum er vitnað í endurskoðun laga um almannatryggingar.Endurskoðunarnefndin átti að skila áliti 1.nóvember sl. En hún hefur ekki skilað áliti enn. Formaður nefndarinnar,Stefán Ólafsson prófdessor,kom á fund Félags eldri borgara og kynnti það sem hann kallaði umræðutillögur.Þessar tillögur ollu mér miklum vonbrigðum og benda ekki til þess að nefndin sé að nálgast norræna velferðarkerfið í störfum sínum.Ein umræðutillagan var sú að sett yrði 30 þús. kr. frítekjumark á mánuði fyrir tekjur úr lífeyrissjóði.Skerðing er engin í Svíþjóð og í  Noregi.Frítekjumark fyrir atvinnutekjur  hér á landfi er 100 þús. kr. og er óskilnalegt hvers vegna frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna á að vera lægra. Rétt er að halda því til haga,að skerðing tryggingabóta vegna tekna af séreignalífeyrissparnaði er engin. Hvers vegna  er séreignalífeyrissparnaður rétthærri en venjulegur lífeyrissjóðssparnaður? Frítekjumark vegna fjármagnstekna er 98 þús. kr. á ári. Það svo lágt,að það skiptir nánast engu máli.Ef þetta frítekjumark verður ekki stórhækkað mun eldra fólk og aðrir lífeyrisþegar hætta að geyma peninga í banka.Endurskoðunarnefnd almannatrygginga ráðgerir einhverja.. litla hækkun á frítekjumarki vegna fjármagnstekna en alltof lága.Endurskoðunarnefndin ráðgerir að sameina grunnllífeyri,tekjutryggingu og heimilisuppbót í einn bótaflokk.Það er út af fyrir sig í lagi en bætir ekki kjör lífeyrisþega.Svo virðist meira að segja sem í leiðinni eigi að skerða kjör þeirra lífeyrisþega,sem hafa haft tekjur yfir vissu marki,þ.e. skerða meira en nú er gert ( ef til vill á þannig að fá fjármagn til þess að standa undir 30 þús.kr. fríutekjumarki vegna lífeyrissjóðstekna,þ.e. taka með annarri hendinni það,sem látið er með hinni).Því miður virðist ekki sem endurskoðunarnefndin sé að nálgast norræna velferðarkerfið enda þótt Stefán Ólafsson sé hrifinn af því kerfi.
 
Lífeyrir alltof lágur
 
Enda þótt sett hafi verið lágmarsframfærsluviðmið fyrir lífeyrisþega er lífeyrir aldraðra og öryrkja alltof lágur og dugar ekki til framfærslu.Þessi upphæð er nú rúmar 150 þús. kr. á mánuði eftir skatta. Það lifir enginn sómasamlegu lífi af þeirri fjárhæð í dag. Þetta verður að leiðrétta og ekki kemur til greina að níðast á kjörum aldraðra og öryrkja á þeim forsendum að kreppa sé í landinu.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 18.júní 2009


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn