"Framsóknarflokkurinn samdi við forsvarmenn Baugs um að fyrirtækið greiddi flokknum 100.000 krónur á mánuði.
Jóhannes Jónsson segir við DV í dag að Baugur hafi hætt þessum greiðslum en Jón Ásgeir Jóhannesson segir að Baugur hafi greitt Framsóknarflokknum 1,1 m.kr. á síðasta ári. Þá kemur fram að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi ekki fengið greiðslur frá Baugi fyrir síðustu kosningar en Sjálfstæðisflokkurinn fékk hins vegar 2 miljónir frá Baugi fyrir kosningarnar 1999."
Stjórnarflokkarnir hafa verið á móti því að opna bókhald flokkanna og upplýsa hverjir gefa stórar upphæðir til þeirra. Nú er skýringin komin í ljós. Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa fengið stórar upphæðir frá Baugi á sama tíma og Samfylkingin hefur ekkert fengið þaðan. Síðan hafa forustumenn Sjálfstæðisflokksins ráðist á Samfylkinguna og sakað hana um að fá fjárstuðning frá Baugi! Hræsnin ríður ekki við einteiming.