Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ellilaun hækki í 130 þúsund á mánuði

laugardagur, 22. nóvember 2003

 

 

 

Í dag er  ellilífeyrir einstaklinga frá Tryggingastofnun ríkisins,ásamt fullri tekjutryggingu,tekjutryggingarauka og heimilisuppbót rúmlega 90 þús kr á mánuði.Hér er átt við þá  bótaþega,sem ekki njóta lífeyris frá lífeyrissjóði.Í riti

sínu um fátækt á Íslandi telur Harpa Njáls, félagsfræðingur,að  40 þús. kr. á mánuði vanti upp á, að bætur bótaþega nægi til framfærslu.Samtökin 60+, sem stofnuð voru fyrir síðustu þingkosningar á vegum Samfylkingarinnar, hafa samþykkt   að hækka beri elli-og örorkulífeyri einstaklinga í 130 þús kr. á mánuði, þ.e. þeirra einstaklinga,sem einungis hafa bætur Tryggingastofnunar.Má fullyrða,að þar sé um  algert lágmark að ræða. Æskilegt væri,að þessar bætur væru enn hærri.

 

 Lífeyrir fái 10% skatt

 

Skattamál lífeyrisþega skipta einnig miklu máli varðandi afkomu þeirra. Elli-og örorkulífeyrisþegar sem njóta rúmlega 90 þús. kr. bóta á mánuði hjá Tryggingastofnun greiða 10 þús, kr. af þeirri fjárhæð í skatta.Það er skammarlegt,að þessar smánarlega lágu bætur skuli vera skattlagðar. Auðvitað ættu þær að vera skattfrjálsar. Og hið  sama gildir  þó bætur elli-og örorkulífeyrisþega væru  hækkaðar í 130 þús. kr. á mánuði. Þær bætur ættu einnig að vera skattfrjálsar. Jón Magnússon  lögmaður hefur lagt til í blaðagrein,að 150 þús. kr. á mánuði væru skattfrjálsar. Það er sú lágmarksupphæð,segir hann,sem  hver einstaklingur þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi. Þá er  einnig mikið ranglæti fólgið í því,að lífeyrir eftirlaunamanna úr lífeyrissjóðum skuli skattlagður á sama hátt og atvinnutekjur,þ.e. með 38,54% skatti.Talið er,að um 80% af fjármagni lífeyrissjóðanna séu vextir og verðbætur.Eðlilegra væri  því að  skattleggja lífeyri  eins og fjármagnstekjur,þ.e. með 10% skatti, a.m.k 4/5 hluta hans. Samtökin 60+ hafa samþykkt, að hámarksskattur á lífeyri skuli vera 10%.Eldri borgarar eru í málaferlum við ríkið vegna skattlagningar lífeyris. Væntanlega fá þeir einhverja leiðréttingu í þeim málaferlum.

 

Á að lögfesta lágmarkslaun?

 

Ef bætur aldraðra og öryrkja,þ.e. einstaklinga, verða hækkaðar í 130 þús.kr. á mánuði vaknar spurningin hvort  hækka verði ekki einnig lægstu laun á  vinnmarkaði? Ég svara þeirri spurningu játandi.Það lifir enginn af lægri upphæð á mánuði. Ef aðilar vinnumarkaðarins  tryggja ekki með frjálsum samningum hinum lægst launuðu þessi laun, verður alþingi að lögfesta slík lágmarkslaun.Raunar telja samtök launafólks,að lægstu laun ættu að vera 150 þús. kr. á mánuði. Atvinnuleysisbætur verða einnig að hækka verulega. Þær eru skammarlega lágar í dag eða aðeins 77 þús kr. á mánuði og lækka enn, ef ráðagerðir félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins ná fram að ganga. Taka þarf á ný upp viðmiðun atvinnuleysisbóta við lægstu laun á vinnumarkaðnum og mundu þær þá einnig hækka í 130 þús kr. á mánuði.Nú,þegar fyrirsjáanlegt er, að hagvöxtur mun aukast á næstu árum,er lag til þess að leiðrétta elli-og örorkulífeyri og atvinnuleysisbætur. Alþýðusamband  Íslands segir,að setja þurfi 10 milljarða til viðbótar í velferðarkerfið til þess að sníða af því verstu agnúana.Ísland hefur efni á því.Er búist við því,að verkalýðshreyfingin setji velferðarmálin á oddinn í næstu kjarasamningum ásamt kröfu um leiðréttingu launa.

Ísland er það ríkt þjóðfélag,að það á að geta gert vel við aldraða og öryrkja og þá,sem hafa verið svo ólánssamir að missa vinnuna.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

Birt í Mbl. 22.nóvember 2003 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn