Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Íraksstríð:Alþingi skipi rannsóknarnefnd

þriðjudagur, 8. febrúar 2005

 

 Í mars 2003 skrifaði ég blaðagrein um Íraksstríðið og sagði þá m.a. eftifarandi: “ Það er (því) full ástæða til þess að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til þess að rannsaka hvernig ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak var tekin.Hvaða upplýsingar hafði utanríkisráðherra um gereyðingarvopn Íraka? Var ákvörðun Íslands tekin á löglegan hátt?”. Þessi orð eru enn í fullu gildi. Það er jafnmikil þörf á því nú eins og á árinu 2003,þegar ég setti fram tillögu um rannsóknarnefnd Alþingis,að fram fari rannsókn á þessu máli.

 

Ráðherrar ósammála

 

Ráðherrar og alþingismenn ríkisstjórnarinnar  eru ekki sammála um það hvernig ákvörðun var tekin um stuðning við innrás í Írak.Forsætisráðherra,formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðaráðherra,varaformaður Framsóknarflokksins eru ekki sammála um málið. Nokkrir alþingismenn stjórnarflokkanna hafa upplýst,að ákvörðun um stuðning við árás á Írak var ekki borin undir utanríkismálanefnd eins og lög kveða á um,að gert skuli.Alþingismennirnir Kristinn H.Gunnarsson og Jónína Bjartmars hafa upplýst þetta.Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknar segir,að málið hafi ekki verið rætt í þingflokki Framsóknar. Forsætisráðherra hefur upplýst í sjónvarpsviðtali,að formleg ákvörðun um stuðning Íslands við innrás í Írak var ekki tekin í ríkisstjórn.

 

Ákveðið af tveimur mönnum!

 

Ráðherrar og þingmenn segja,að ákvörðunin hafi verið tekin af tveimur mönnum,forsætisráðherra og utanríkisráðherra.Samkvæmt stjórnarskránni ber að leggja mikilvæg stjórnarmálefni fyrir ráðherrafund ( fund ríkisstjórnar).Það var ekki gert í þessu máli.Ákvörðunin um  stuðning við innrás í Írak og samþykki við því að setja Ísland á lista hinna staðföstu ríkja var ekki lögð fyrir ríkisstjórn. Æ fleiri alþingismenn telja,að framið hafi verið lögbrot með því að sniðganga utanríkismálanefnd í þessu mikilvæga máli. Var einnig framið stjórnarskrárbrot með því að leggja málið ( ákvörðun um stuðning við innrásina) ekki fyrir ríkisstjórn? Allt þetta þarf að rannsaka. Því ber alþingi að skipa rannsóknarnefnd til þess að rannsaka allt þetta mál og koma því á hreint. Þjóðin á heimtingu á því að það verði gert.Ekkert mark er takandi á lögfræðiáliti Eiríks Tómassonar flokksbróður  forsætisráðherra í máli þessu. Eiríkur er vonbiðill um embætti Hæstaréttardómara.

 

Öll stjórnarandstaðan vill rannsókn

 

  Frá því ég varpaði fram tillögunni um rannsóknarnefnd Alþingis á árinu 2003 hafa margir áhrifamiklir stjórnmálamenn tekið undir þá tillögu. Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar hefur tekið undir hana og flutt tillögur um rannsókn.. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna hefur tekið undir það,að fram fari rannsókn á máli þessu og hefur flutt ítarlegar tillögur umþað.Frjálslyndi flokkurinn styður einnig rannsókn. Öll  stjórnarandstaðan er sammála um það í dag,að rannsaka þurfi mál þetta og leggja öll spilin á borðið.Þingflokkur Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum 21.janúar sl. að krefjast þess, að fundargerðir utanríkismálanefndar og ríkisstjórnarinnar um innrásina í Írak yrðu gerðar opinberar.

 

 Pólitískur kattarþvottur

 

 Kattarþvottur eins og sá,sem forsætisráðherra viðhafði í þessu máli 17.janúar sl. er ekki sæmandi næstæðsta embættismanni þjóðarinnar.Það er ekki unnt að bera það á borð fyrir þjóðina að Íraksmálið hafi oft verið rætt á alþingi og í ríkisstjórn þegar verið er að spyrja um það hvort “ákvörðun um innrás” hafi verið rædd á réttum vettvangi. Þjóðin vill skýr svör. Og skýr svör fást ekki nema með rannsókn.Þess vegna þarf að skipa rannsóknarnefnd á Alþingi.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 7.feb. 2005



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn