Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Blettur á íslensku samfélagi

þriðjudagur, 2. desember 2003



Íslenskt þjóðfélag er um margt til fyrirmyndar.Almennt hafa kjör almennings
batnað verulega, þegar litið er yfir langan tíma. En samt búa stórir hópar
fólks í dag við kröpp kjör.Of margir búa undir fátæktarmörkum
 Það,sem er einkum að á Íslandi í dag er þetta: Það er mikil fátækt  í
landinu.Misskipting hefur stóraukist. Þeir ríku hafa orðið ríkari og þeir
fátæku fátækari.Lífeyrir aldraðra og öryrkja  frá Tryggingastofnun er svo
skammarlega lágur,að hann dugar ekki til framfærslu.Hið sama er að segja um
atvinnuleysisbætur. Þær eru svo lágar,að ekki er unnt að lifa af þeim.Lægstu
laun verkafólks eru einnig svo lág,að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi
af þeim.Ísland er það ríkt land,að allir ættu að geta  búið við sómasamleg
kjör og lifað mannsæmandi lífi. Fátæktin á Íslandi er blettur á íslensku
samfélagi. Þann blett verður að  afmá. Alþýðusamband Íslands telur,að fátækt
hafi aukist úr 8,8% í 13.3% af tölu framteljanda frá  árinu 1995. Aukin
aðsókn að aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd og félagsþjónustu Reykjavíkurborgar
staðfestir,að um aukna fátækt í landinu er að ræða. Fjárhagsaðstoð
félagsþjónustu Reykjavíkurborgar jókst um 17,1% á fyrstu 6 mánuðum þessa árs
miðað við sama tíma í fyrra.

Nýlega kom út skýrsla eftir Hörpu Njáls,félagsfræðing, um fátækt á Íslandi.
Þar kemur fram,að fátækt í landinu  hefur aukist verulega.Í skýrslunni
segir,að 40 þús.kr. vanti á mánuði upp á þær bætur,sem hið opinbera ætlar
eintaklingum til þess að lifa af.Kemst Harpa Njáls að þessari niðurstöðu,
m.a. með því að styðjast við  leiðbeiningar félagsmálaráðuneytis frá 1996 um
það hvaða þættir séu nauðsynlegir til framfærslu.  Svipað kemur fram í
rannsóknum Stefán Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Hefur Stefán
flutt erindi um íslenska velferðarkerfið og skrifað  um það. Hann kemst að
þeirri niðurstöðu í rannsóknum sínum,að jöfnunarmarkmið í velferðarkerfinu
og skattakerfinu hafi vikið fyrir öðrum markmiðum. Hann segir,að bil milli
ríkra og fátækra hafi aukist.Hann segir,að kjör lífeyrisþega
almannatrygginga séu mun verri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Og
hann bendir á,að lífeyrir aldraðra og öryrkja hafi dregist aftur úr frá 1995
miðað við breytingar á  lágmarkslaunum verkafólks á þessu tímabili. Þá
bendir hann á,að vægi tekjutengdra bóta sé alltaf að aukast.Allt eru þetta
kunnar staðreyndir.
 Elli- og örorkulífeyrir einstaklinga frá Tryggingastofnun er nú ca. 90
þús.kr. fyrir skatta,þ.e. grunnlífeyrir ásamt fullri
tekjutryggingu,heimilisuppbót o.fl.Eftir skatta  hafa elli - og
örorkulífeyrisþegar með þessar bætur til ráðstöfunar um það bil 80 þús.kr.Sú
fjárhæð á að duga fyrir húsnæði,mat,fatnaði og öðrum útgjöldum.Ef viðkomandi
þarf að taka á leigu húsnæði á frjálsum markaði er lítið eftir fyrir mat og
öðrum kostnaði.Húsaleiga í Reykjavík fyrir einstaklingsíbúð er í dag 40-60
þús. kr. á mánuði fyrir utan rafmagn og hita.Allir sjá,að dæmið gengur ekki
upp.Hagstofa Íslands áætlar,að einstaklingur þurfi kr 72.000 á mánuði  til
lágmarksframfærslu.Það er án húsnæðiskostnaðar og fyrir skatta.
Atvinnuleysisbætur eru nú 77 þús .kr. á mánuði. Ef tengsl þessara bóta við
lágmarkslaun á  almennum markaði hefðu ekki verið rofin 1996 væru
atvinnuleysisbætur nú 87 þús kr.Hið sama er að segja um ellilífeyri
einstaklinga.. Ef tengsl þess lífeyris við lágmarkslaun hefðu ekki verið
rofin  1995 væru þessar bætur ellilífeyrisþega nálægt 20 þús kr. hærri á
mánuði en þær eru í dag.Af þessu sést,að bætur elli-og örorkulífeyrisþega og
atvinnulausra hafa dregist mikið aftur úr í almennri launaþóun.Sl. 13 ár
hefur kaupmáttur ellilífeyris einstaklinga  hækkað um 10,6% á sama tíma og
kaupmáttur lágmarkslauna hefur hækkað um yfir 40%.Þegar tekjuskattur hefur
verið  dreginn frá stendur eftir 0,7% kaupmáttaraukning eða 613 kr. á
mánuði.Það er hlutur ellilífeyrisþegans í góðærinu! Þessar tölur eru
samkvæmt útreikningi hagfræðings Félags eldri borgara.
  Það er ekki aðeins,að bætur almannatrygginga til eldri borgara og öryrkja
séu skornar við nögl  eins og hér hefur verið rakið  heldur hefur
tekjuskattur, sem lagður  er á þessa hópa einnig hækkað.Hefur tekjuskattur
lægst launuðu elli-og örorkulífeyrisþega hækkað  mest. Félag eldri borgara
hefur birt tölur þessu til staðfestingar.
 Sú krafa er gerð til ríkisstjórnarinnar,að kjör aldraðra og öryrkja verði
bætt  það mikið,að þessir hópar geti lifað mannsæmandi  lífi.Í því efni
dugar ekki samkomulag Eldri borgara og ríkisstjórnarinnar frá nóvember 2002
og ekki heldur samkomulag  heilbrigðisráðherra við Öryrkjabandalagið frá
mars sl. um bætt kjör ungra öryrkja frá 1.janúar n.k.  Það þarf mikið meira
átak á þessu sviði.

Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur

Birt í Morgunblaðinu 2003


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn