Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ríkisútvarpið verði áfram í eigu ríkisins

þriðjudagur, 9. mars 2004

 

 

Undanfarið hafa átt sér stað miklar umræður um framtíð ríkisútvarpsins. Rædd hefur verið spurningin  hvort einkavæða ætti  ríkisútvarpið eða hafa það áfram í eigu ríkisins.

 Markús Örn Antonsson,útvarpsstjóri,ræddi þetta mál  á hreinskilinn og hispurslausan hátt í viðtali við Fréttablaðið og í kastljósi sjónvarpsins. Lýsti hann þeirri skoðun sinni og færði rök fyrir henni,að ríkisútvarpið ætti   áfram að vera í eigu ríkisins. Þannig væri unnt að tryggja menningarlegt hlutverk þess og öryggishlutverk. Hins vegar gagrýndi hann,að  stjórnvöld hefðu sett stofnunina í fjársvelti með  því að neita henni um hækkun afnotagjalda á meðan  ráðamenn gætu ekki komið sér saman um rekstrarform ríkisútvarpsins. Fram hefur komið,að hinn nýi menntamálaráðherra,Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vill að ríkisútvarpið verði áfram í eigu  ríkisins og rekið af því. Með því,að Framsóknarflokkurinn er sömu skoðunar má telja víst að rekstarform  ríkisútvarpsins verði óbreytt.

 

Tillaga ungra íhaldsmanna: Úr öskunni í eldinn

 

Nokkrir ungir  þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp   á alþingi um,  að ríkisútvarpið verði selt einkaðilum. Síðan leggja þeir til,að samt sem áður verði áfram kosið pólitískt útvarpsráð,sem úthluti fjármunum til  allra útvarps-og sjónvarpsstöðva á markaðnum. Sett verði það skilyrði, að áfram verði gerð menningardagskrá og öryggishlutverk fjölmiðla tryggt. Eitt helsta gagnrýnisefni núverandi fyrirkomulags hefur verið hið pólitíska útvarpsráð. Þeir sem gagnrýna tillögu ungu íhaldsmannanna telja því,að farið sé úr öskunni í eldinn með tillögu þeirra.

 

Markús Örn hefur rekið útvarpið vel

 

Ekki verður séð,að neina nauðsyn beri til þess að einkavæða ríkisútvarpið. Raunar er það alveg  fráleit tillaga. Ríkisútvarpið er  öflug og traust stofnun og virðist Markús Örn Antonsson hafa rekið hana vel miðað við erfiðar aðstæður og þröngan fjárhag.Ríkisútvarpið hefur um langt skeið gegnt menningarhlutverki  á myndarlegan hátt og landsmenn geta treyst því,að  ef náttúruhamfarir verða eða stórslys þá getur ríkisútvarpið komið boðum til allra landsmanna. Ef einkaaðilar væru látnir fá ríkisútvarpið til þess að braska með og græða á því mundu þessi mikilvægu markmið,á sviði menningarmála og öryggismála fara fyrir ofan garð og neðan.

 

Björgvin Guðmundsson

 

"Ekki verður  séð,að  neina nauðsyn beri til þess að einkavæða ríkisútvarpið. Raunar er það alveg fráleit tillaga. Ríkisútvarpið er öflug og traust stofnun og virðist Markús Örn Antonsson hafa rekið hana vel miðað við erfiðar aðstæður og þröngan fjárhag." 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn