Ég hefði slitið stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum fremur en að styðja innrásina í Írak,segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils 5.mars 2006.Steingrímur sagði, að Framsóknarflokkurinn hefði alltaf verið andvígur styrjöldum og stuðningi Íslands við stríð.Framsóknarflokkurinn hefði alltaf stutt frið í heiminum.Hann taldi, að breytingin á stefnu Framsóknar, þ.e. að styða innrásina í Írak hefði skaðað Framsókn og dregið úr fylgi flokksins.
Athugun á virkjunarkostum stungið undir stól
Steingrímur nefndi fleiri mál,sem hefðu haft áhrif í þessu efni,t.d. skefjalausa stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.Hann sagði,að Kárahnjúkavirkjun mundi stórskaða náttúru Íslands.Þá vék hann að gerð rammáætlunar um virkjunarkosti á Íslandi en Finnur Ingólfsson setti þá áætlunargerð í gang sem iðnaðarráðherra.Fjölmargir komu að gerð þeirrar áætlunar en hún átti að auðvelda stjórnvöldum að taka ákvörðun um næstu virkjanir.Athuga skyldi hvaða virkjunarkostir væru hagstæðastir og yllu minnstu raski á náttúru og umhverfi. Fyrsta áfanga þessarar áætlunar er lokið en ekkert hefur verið gert með áætlunina heldur hefur henni verið stungið niður í skúffu. Þetta gagnrýndi Steingrímur harðlega.
Græðgisstefnan allsráðandi í þjóðfélaginu
Steingrímur sagði,að græðgisstefnan væri allsráðandi í íslensku þjóðfélagi í dag. Áður hefði Framsókn sett manngildið ofar auðgildinu en nú væri það breytt.Það mátti glöggt heyra á Steingrími,að hann var ekki ánægður með stefnu Framsóknar í dag.
Björgvin Guðmundsson |