Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Skilar barátta aldraðra árangri?

mánudagur, 19. febrúar 2007

 

Tveir miklir baráttufundir fyrir málefnum aldraðra voru haldnir um síðustu helgi.Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík var haldinn og einnig mikill baráttufundur 60+ og Samfylkingarinnar. Á báðum fundunum var lögð mikil áhersla á að bæta þyrfti verulega kjör aldraðra. Athyglisvert er,  að nú eru menn sammmála um að  miða  þurfi lífeyri aldraðra við framfærslukostnað samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands.Verði það tekið upp verður um byltingu að ræða í málefnum eldri borgara. Í dag eru  meðaltalsútgjöld einstaklinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar 210 þúsund á mánuði. Það þyrfti því að hækka lífeyri aldraðra einhleypinga um í kringum 100 þúsund á mánuði, ef viðmiðun við  neyslukönnun Hagstofunnar yrði tekið upp.

 

Skattleysismörkin verði hækkuð

 

Bæði Samfylkingin og Félag eldri borgara vilja einnig stórhækka skattleysismörkin enda er það besta kjarabótin fyrir láglaunafólk og eldri borgara. Hækka þarf skattleysismörkin upp í 140 þúsund á mánuði, ef miðað er við launavísitölu frá 1988.En nú eru þau aðeins 90 þúsund á mánuði.Það er búið að hafa af almenningi 35 milljarða vegna rýrnunar skattleysismarka. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 hefði almenningur fengið 35 milljarða meira í vasann en þeir fengu.

 

Björgvin Guðmundsson

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn