Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Minningarorð: Helgi Sæmundsson

mánudagur, 1. mars 2004

 

  

 Þegar ég hóf störf  sem blaðamaður á Alþýðublaðinu 1953 var Helgi Sæmundsson ritstjóri á blaðinu.Hann bar þá blaðið uppi ásamt Sigvalda heitnum Hjálmarssyni,sem var fréttastjóri. Helgi var góður blaðamaður,mikill og góður penni,sem skrifaði sérstaklega gott íslenskt mál.Ritstjórnargreinar Helga vöktu ávallt athygli fyrir gott mál og ákveðnar skoðanir. Helgi var hafsjór af fróðleik. Hann vissi allt um bókmenntir,stjórnmál,innan lands og utan og jafnvel um íþróttir. Hann fylgdist mjög vel með erlendum stjórnmálum,sérstaklega í Bretlandi og á  Norðurlöndum. Hann talaði um leiðtoga jafnaðarmanna í löndum þessum  eins og heimilisvini sína.Það var skemmtilegt að vinna með slíkum manni. Það var unnt að fletta upp í honum eins og orðabók. Helgi var mikill “húmoristi”.Kom það vel fram í daglegu starfi hans og þegar hann flutti ræður.

 Helgi var alla tíð róttækur jafnaðarmaður. Hann starfaði mikið í Alþýðuflokknum,var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn og valdist þar til trúnaðarstarfa. Hann var mikill hugsjónamaður og vildi breyta þjóðfélaginu í anda  jafnaðarstefnunnar.Hann var óánægður með samstarf Alþýðuflokksins í  ríkisstjórn við höfuðandstæðinga sína í stjórnmálum og lét það heyrast.Hann vildi engan afslátt á stefnumál jafnaðarmanna. Helgi var eftirsóttur ræðumaður á fundum og á skemmtunum, innan  Alþýðuflokksins og utan  enda mjög góður og  skemmtilegur ræðumaður.

 Enda þótt Helgi hefði brennandi áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum almennt áttu bókmenntirnar þó hug hans allan. Það lá við,að Helgi læsi allar bækur,sem út komu. Hann skrifaði lengi bókmenntagagnrýni og var mjög fær á því sviði. Sjálfur var Helgi bæði skáld og rithöfundur. Hann orti ágæt ljóð og  skrifaði mikið í óbundnu máli. Frægir urðu Palladómar hans um alþingismenn.

Ég kynntist Helga vel bæði á Alþýðublaðinu og í Alþýðuflokknum.Hann var góður drengur,heilsteyptur maður, góður baráttumaður fyrir málstað jafnaðarmanna og mikill bókmenntaunnandi. Hann átti oft við heilsuleysi að stríða en skilaði þó vel sínu dagsverki.

  Eftirlifandi eiginkona Helga er  Valný Bárðardóttir Ég votta  henni og eftirlifandi sonum þeirra mína innilegustu samúð vegna fráfalls Helga. Drottinn blessi minningu hans.

 

 Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Mbl.



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn