Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ekki tímabært fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið

fimmtudagur, 18. desember 2003

                

                

 

 

     Á Íslands að ganga í Evrópusambandið? Dugar okkur aðild   að Evrópska efnahagssvæðinu? Þetta eru spurningar,sem Ísland þarf að svara. Þessar spurningar verða ræddar í alþingiskosningunum næsta vor og ef til vill fást þá einhver svör við þeim. Þó hefur aðeins einn flokkur sett málið á dagskrá,þ.e. Samfylkingin,sem hefur tekið afstöðu  í málinu í póstkosningu.Samfylkingin vill ákveða samningsmarkmið í aðildarviðræðum,sækja um aðild og  láta reyna á hvort viðunandi niðurstaða fæst fyrir Ísland, þar á meðal í sjávarútvegsmálum. Að því loknu vill Samfylkingin leggja niðurstöðuna undir þjóðaatkvæðagreiðslu. Þetta er skýr stefna   varðandi meðferð málsins. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn,sem hefur tekið skýra afstöðu í þessu stærsta máli íslensku þjóðarinnar í dag.

Mín skoðun er þessi:

Það er ekki tímabært fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Við fengjum ekki undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB  í dag, ef við gerðumst aðilar nú.

 

EFTIR 5- 10ÁR

 

  Það er alger forsenda fyrir aðild Ísland að ESB, að  við höldum fullu forræði í sjávarútvegsmálum.Það mundi trúlega ekki takast í dag. En eftir 5-10  ár,þegar áhrifa nýrra aðildarríkja, er farið að gæta, er ef til vill hugsanlegt, að Ísland fengi undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB og þá gæti Ísland gengið inn.

  Þetta er mitt mat eftir að hafa rætt við fjölda fulltrúa ESB í Brussel en á sl. ári var   ég mikið á ferðinni þar á vegum utanríkisráðuneytisins. Sótti ég þá fundi um mál,er vörðuðu EES og  sveitarfélögin en hugsanlega aðild Íslands að ESB bar alltaf á góma.

  Samningurinn um EES,sem Ísland gerðist aðili að 1.janúar 1994 er mjög hagstæður fyrir Ísland. Ísland fékk þá tollfríðindi fyrir ýmsar sjávarafurðir,sem höfðu orðið útundan,þegar Ísland gerði  fríverslunarsamning við Efnahagsbandalagið 1972, t.d. fyrir fersk flök,sem gleymdust 1972,saltfisk,heilan ferskan og frystan fisk o.fl. Aðeins fáar sjávarafurðir eru enn útundan svo sem saltsíld,humar og lax. Ísland er í dag með hagstæðari fríverslunarsamninga við ESB en Norðmenn,þar eð  fríverslun samkvæmt samningnum frá 1972 hélst..

 Það  yrði því mjög  lítill ávinningur fyrir Ísland í viðskiptamálum, við aðild að ESB. Við erum einnig aðilar að innri markaði  sambandsins og höfum samþykkt frelsin fjögur,þ.e. frjálsa flutninga fjármagns,vinnuafls,þjónustu og vara. Við tökum  reglulega við miklum fjölda tilskipana ESB á sviði umhverfismála, félags-og vinnumála, opinberra styrkja,orkumála,opinberra innkaupa,samgöngumála,neytendamála o.fl. Er þá ekki  allt í lagi? Nei,við erum ekki með við fyrsta undirbúning mála og   ákvarðanatöku. Við sitjum ekki í stjórn ESB eins og t.d. Danir,Finnar og Svíar gera. Þegar Íslendingar sækja fundi í Brussel finna þeir sárlega til þess að fá ekki að vera með á öllum stigum. Þeir fá ekki að vera með í Evrópuþinginu, ekki í sérfræðinganefndum ráðherraráðsins, ekki í sveitarstjórnarráðinu og þannig mætti áfram telja. Þeir fá að sækja fundi sérfræðinganefnda  framkvæmdastjórnarinnar en það er ekki nóg.  En við getum ekki keypt fulla aðild hvaða verði sem er. Við getum ekki keypt hana því verði að afsala  okkur yfirráðum yfir fiskimiðum okkar. En um leið og við fáum undanþágu   í sjávarútvegsmálum getum við gengið inn.Og að því mun koma.

 

   Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur

   Birt í DV 2003

 

 

 

  



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn