Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,varaformaður Samfylkingarinnar,sagði á Alþingi í gær,að Björn Bjarnason,dómsmálaráðherra,ætti að segja af sér vegna mistaka hans við skipun í embætti dómsmálaráðherra í fyrra.Þrír umsækjendur um embættið,þeir Eiríkur Tómasson,Jakob Möller og Ragnar Hall, kærðu embættisfærslu ráðherrans til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur nú úrskurðað í málinu. Telur hann að dómsmálaráðherra hafi brotið stjórnsýslureglur og dómstólalög er hann skipaði í embættið.Áður hefur komið fram,að jafnréttisráð telur ráðherrann hafa brotið jafnréttislögin,þar eð eina konan, sem sótti um embættið, hafi verið hæfari en sá,er ráðherra skipaði,Ólafur Börkur.
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG sagði á Alþingi í gær,að dómsmálaráðherra hefði brotið þrenn lög við umrædda embættisveitingu. Beindi hann þeirri spurningu til Halldórs Ásgrímssonar, væntanlegs forsætisráðherra, hvort hann vildi hafa í stjórninni hjá sér ráðherra,sem hefði brotið þrenn lög. Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins tók undir kröfu um það,að Björn Bjarnason ætti að segja af sér.
Það mun fátítt,að ráðherra hafi klúðrað málum svo mjög sem Björn Bjarnason við skipan dómara í Hæstarétt sl. ár. Virðast þær raddir æ háværari sem krefjast afsagnar ráðherrans.
|