Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Það er verið að hlunnfara eldri borgara

miðvikudagur, 17. september 2008

Við gerð almennra kjarasamninga í feb. sl. hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði.Lífeyrir aldraðra hækkaði hins vegar aðeins um 7,4% og fór í 136 þús. á mánuði.FEB í Reykjavík og 60+ í Samfylkingunni mótmæltu þessu og töldu að lífeyrir aldraðra hefði átt að hækka   um sama hundraðshluta og lágmarkslaun hækkuðu um. en það gerðist bæði 2006 og 2003 við gerð kjarasamninga.  Eftir þessa hækkun á lífeyri aldraðra nam  hann sem hlutfall af lágmarkslaunum 94,74% en árið 2007 nam lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lágmarkslaunum um 100%. Lífeyrir aldraðra hafði því lækkað frá árinu áður. 1.júlí . var
ákveðið að allir eldri borgarar skyldu fá a.m.k. 25 þús. kr. úr lífeyrissjóði eða ígildi þess.Kom sú breyting til framkvæmda 1.ágúst..Ríkissjóður greiddi þessa hækkun,sem kölluð  var uppbót á eftirlaun. Þessi greiðsla til aldraðra olli skerðingu á bótum almannatrygginga og greiðslan var einnig skattlögð. Landssamband eldri borgara taldi,að greiða hefði átt umræddar 25 þús. krónur út hjá Tryggingastofnun ( sem lífeyri eða uppbót) en þá hefði hún ekki valdið skerðingu annarra tryggingabóta.
Félags-og tryggingamálaráðherra  gaf út reglugerð 16.sept.sl. um lágmarksframfærslutryggingu  lífeyrisþega.Samkvæmt henni verður þessi trygging 150 þús. á mánuði  fyrir skatta. Áður en reglugerðin var gefin út námu samanlagðar greiðslur til ellilífeyrisþega   kr. 148.516 á mánuði. Með útgáfu reglugerðarinnar hækkar sú upphæð um  kr. 1.484 á  mánuði fyrir skatta.Það er ekki mikil hækkun. Það er smátt skammtað til eldri borgara að hækka  lífeyri þeirra um 1.484 kr. á mánuði.Samkvæmt reglugerðinni er uppbótin á eftirlaun (25000 kr) flokkuð með tryggingabótum.Nemur hlutfall lífeyris  af lágmarkslaunum því 103% nú eða sama hlutfalli og 1995..Það er tiltölulega lítill hópur eldri borgara,sem fær þessa rausnarlegu uppbót. nú Það eru þeir,sem ekki eru í lífeyrissjóði eða hafa aðeins 25000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði.
Ekki verður sagt,að rausnarskapur ríkisstjórnarinnar gagnvart eldri borgurum sé mikill þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar.Ríkisstjórnin hafði af eldri borgurumaf kjarabætur,sem þeir áttu að fá strax eftir gerð kjarasamninga.Aldraðir fengu sömu hækkun og verkafólk 2003 og 2006.En í feb. sl. fengu þeir aðeins  um helming eða  7,4% í stað  16%.Aldraðir eiga enn inni hjá ríkinu þennan mismun frá 1.febrúar.25 þús. krónurnar eru alveg óháðar kjarasamningum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins  samþykkti 25 þús kr. lífeyri eða uppbót  á lífeyri til þeirra sem ekki væru í lifeyrissjóði.
Samfylkingin lofaði hins vegar fyrir kosningar að hækka lífeyri aldraðra í sem svaraði neysluútgjöldum einstaklinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.Það þýðir hækkun í 226 þús. kr. á mánuði í  áföngum.Er ekki kominn tími til að framkvæma þetta kosningaloforð?
 
 
Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn