Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna til fyrirmyndar

sunnudagur, 20. júní 2004

 

 

Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar.Segja má,að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á alþingi.Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar.

 

Offors einkenndi stefnu stjórnarinnar

 

 Eins og vel hefur komið fram stafaði hin  mikla andstaða við fjölmiðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins  heldur  einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu.Forsætisráðherra ákvað að flytja frumvarp,sem beindist gegn einu fyrirtæki,þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa,þ.e. Baug.Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarandstöðunnar.Þeir töldu,að ekki ætti að  setja lög á  eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar,að stjórnmálamenn mættu ekki láta andstöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum.Undrun vakti,að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins,Framsókn,skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráðherra í andstöðu hans við Norðurljós.

 

Stjórnarandstaðan samstíga-brestir í stjórnarsamstarfi

 

  Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðuflokkanna til þess að treysta samstarf  þeirra  í framtíðinni  og auðvelda þeim að taka við völdum í landinu,þegar ríkisstjórnin hrökklast frá.Þess verður vart,að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar,Kristinn H.Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar.Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar,Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst,að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið  af greiðasemi við foringjann til þess  að hann missti ekki af forsætisráðherrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Framsókn stól forsætisráðherra 15.september n.k. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Oddsson láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst.En það kraumar undir.

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu  20.júní  2004

PS. Framangreind grein birtist í Fréttablaðinu 20.júní sl. En flest atriði hennar eru enn í fullu gildi. Enn er ólga innan stjórnarflokkanna. Nú er ólgan mest innan Framsóknar  og vill flokkurinn að fjölmiðlafrv. verði dregið til baka eða þjóðaratkvæðagreiðsla látin fara fram. Sjálfstæðisflokkurinn stendur gegn þessu-enn sem komið er.Þessi ágreiningur gæti valdið stjórnarslitum enda þótt telja verði ólíklegt,að Framsókn  fórni stól forsætisráðherra fyrir sannfæringu flokksins!

BG

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn