Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Fáir ellilífeyrisþega fá eingreiðslu

laugardagur, 19. nóvember 2005

 

 

Ríkisstjórnin tilkynnti 18.nóvember sl.,að aldraðir og öryrkjar fengju eingreiðslu.Það glaðnaði yfir þessum hópum þegar fréttin kom. En Adam var ekki lengi í paradís. Þessi frétt reyndist blekking. Aðeins fáir ellilífeyrisþega fá óskerta eingreiðslu,þ.e. þeir,sem hafa fulla tekjutryggingu. En aldraðir,sem eiga maka,sem hefur tekjur fá ekki óskerta eingreiðslu og ekki heldur þeir,sem fá eitthvað úr lífeyrissjóði.Vissulega kemur það sér vel fyrir þennan litla hóp aldraðra að fá óskerta eingreiðslu en  það hefði verið meiri mannsbragur að því hjá ríkisstjórninni að láta alla ellilífeyrisþega fá eingreiðsluna á sama hátt og allir launþegar fá hana. Hæstiréttur hefur úrskurðað að óheimilt sé að skerða tekjur öryrkja ( og ellilífeyrisþega) vegna tekna maka. Samt skerðir ríkisstjórnin lífeyri aldraðra og öryrkja frá Tryggingastofnun.Þessir elli-og örorkulífeyrisþegar fá aðeins hálfa tekjutryggingu. Þeir sæta helmings skerðingu tekjutryggingar enda þótt Hæstiréttir hefði úrskurðað að óheimilt væri að skerða vegna tekna maka.Síðan bætir ríkisstjórnin um betur núna og ákveður að þeir ellilífeyrisþegar sem  eiga maka,sem hefur tekjur (t.d. úr lífeyrissjóði) fái ekki óskerta eingreiðslu. Það eru engin  takmörk fyrir því hve þessi ríkisstjórnin getur níðst á kjörum aldraðra og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn