Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Gylfi Þ.og Jón Baldvin

mánudagur, 16. ágúst 2004

 

 

Ég hefi áður lýst því í grein hér í blaðinu ( Frá höftum til frjálsræðis í viðskiptum),er fyrstu innflutningshöftin voru afnumin og frjálsræði var innleitt í innflutningsverslunina.Það var Gylfi Þ.Gíslason þáverandi viðskiptaráðherra sem annaðist framkvæmd þeirra umbreytinga en ég var þá starfsmaður hans í viðskiptaráðuneytinu og vann náið með Gylfa að undirbúningi málsins. Í þessari grein mun ég fjalla um afnám útflutningshafta en svo vill til,að ég átti þess einnig kost að vinna að undirbúningi þess máls bæði sem stjórnmálamaður og embættismaður í utanríkisráðuneytinu.En Jón Baldvin Hannibalsson var þá utanríkisráðherra og útflutningsleyfin heyrðu undir hann.

 

Afnám útflutningshafta

 

 Árið 1991 sat ég í stuttan tíma  á alþingi,sem varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn. Ég flutti þá svofellda þingsályktunartillögu:” Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að gefa útflutningsverslunina frjálsa. Útflutningur frá landinu er í dag háður leyfum sbr.reglugerð nr. 27 1988.Felur alþingi utanríkisráðherra að breyta ákvæðum reglugerðarinnar í samræmi við þingsályktun þessa.”Jón Baldvin Hannibalsson þá utanríkisráðherra tók tillögu þessari vel en ekki var hún þó samþykkt.Árið  1992 fól utanríkisráðuneytið mér að undirbúa breytingu á umræddri reglugerð í því skyni að gefa  útflutning frjálsan. Jón Baldvin var þá utanríkisráðherra og ég deildarstjóri á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis.Undirbjó ég breytingu á reglugerðinni,sem gerði ráð fyrir,að allar helstu útflutningsvörur okkar yrðu frjálsar í útflutningi,þar á meðal  frystur fiskur og saltfiskur og skreið. Helstu undantekningar voru saltsíld og söltuð grásleppuhrogn.Jón Baldvin undirritaði hina nýju reglugerð og þar með hafði nær allur útflutningur verið gefinn frjáls eftir áratuga útflutningshöft en  saga útflutningshaftanna náði allt aftur til þess,er Ólafur Thors ákvað,að útflutningur á saltfiski skyldi  háður leyfum og einn aðili,SÍF hafa einkasölu á útflutningnum.

 

2 formenn Alþýðuflokksins komu á viðskiptafrelsi

 

Það er athyglisvert,að tveir formenn Alþýðuflokksins,þeir Gylfi Þ.Gíslason og Jón Baldvin Hannibalsson skyldu eiga stærsta þáttinn í því að gefa utanríkisviðskiptin frjáls,annar innflutningsverslunina en hinn útflutningsverslunina. Segir þetta sína sögu og  leiðir í ljós,að Alþýðuflokkurinn  markaði stór spor í viðskiptasögu þjóðarinnar og  átti stærsta þáttinn í því að gefa verslunina frjálsa. Auk þess kom Jón Baldvin sem utanríkisráðherra okkur í EES og innleiddi þar með frelsin fjögur, frelsi í vöruviðskiptum,þjónustuviðskiptum fjármagnsflutningum og vinnuaflsflutningum. Og Gylfi Þ.Gíslason átti stærsta þáttinn í því að koma okkur í EFTA,Fríverslunarsamtök Evrópu en aðild að þeim samtökum var forsenda þess að við gætum gerst aðilar að EES. Ef við hefðum ekki gengið í EFTA hefðum við ekki getað orðið aðilar að EES.

 

Sjálfstæðisflokkurinn á móti EES

 

 Forustumenn Alþýðuflokksins þurftu að berjast harðri baráttu bæði fyrir aðild að EFTA og að EES.Framsókn og Alþýðubandalagið   voru á móti  í báðum tilvikum. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti aðild að EES þegar  Jón Baldvin hóf baráttu fyrir aðild okkar þar að. Og Sjálfstæðisflokkurinn barðist lengi gegn afnámi útflutningshafta. Ráðherrar Alþýðuflokksins komu því máli einnig í gegn.

 Gott er að hafa framangreind atriði í huga þegar talsmenn Sjálfstæðisflokksins eru að þakka sér viðskiptafrelsið. Sagan um baráttuna  fyrir að innleiða viðskiptafrelsi leiðir í ljós,að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af dregið   lappirnar í því máli.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 16.ágúst 2004

 

"Það er athyglisvert,að tveir formenn Alþýðuflokksins,þeir Gylfi Þ.Gíslason og Jón Baldvin Hannibalsson, skyldu eiga stærsta þáttinn í því að gefa utanríkisviðskiptin frjáls,annar innflutningsverslunina en hinn útflutningsverslunina. Segir þetta sína sögu og  leiðir í ljós,að Alþýðuflokkurinn  markaði stór spor í viðskiptasögu þjóðarinnar og  átti stærsta þáttinn í því að gefa verslunina frjálsa."

 

 

 

 

 

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn