|
Stefna Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum er óbreyttsunnudagur, 30. nóvember 2003
|
Ræða Össurar Skarphéðinssonar,formanns Samfylkingarinnar, um heilbrigðismál á landsfundi flokksins fyrir skömmu hefur valdið misskilningi hjá mörgum.Össur kvaðst vilja,að kannað yrði hvort opna ætti fyrir þann möguleika,að einkarekstur yrði reyndur að takmörkuðu leyti innan heilbrigðiskerfisins með þeim fyrirvara,að allir sjúklingar hefðu jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags.Kvaðst hann vilja ætla 1 ár til athugunar á málinu en að þeim tíma loknum ætti að leggja málið undir alla flokksmenn í póstkosningu svipað og gert var varðandi afstöðu Samfylkingarinnar til ESB. Margir hafa skilið þetta svo,að Samfylkingin hefði nú þegar breytt stefnu sinni í heilbrigðismálum en svo er ekki. Stefnan er enn óbreytt.
Ég hefi þegar í grein lýst mig andvígan því, að Samfylkingin styðji einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins í ríkari mæli en nú á sér stað.Ég hefi stutt þá skoðun mína rökum. En ég tel þó ekki nauðsynlegt að afnema þann einkarekstur, sem nú þegar á sér stað. Og ég er hlynntur því,að félagssamtök reki hjúkrunarheimili og takmarkaða aðra heilbrigðisþjónustu.Í þessu efni geri ég mikinn greinarmun á félagssamtökum og sjálfseignarstofnunum,sem reka sjúkrastofnanir án hagnaðarvonar og einstaklingum,sem reka slíkar stofnanir með ágóða í huga.Ég vil ekki,að opnað sé fyrir þann möguleika, að unnt sé að græða á sjúkrastofnunum.Ef það er gert þurfa sjúklingarnir að greiða hærra fyrir sjúkraþjónustu einkaaðila en á sjúkrahúsum hins opinbera og félagssamtaka.
Björgvin Guðmundsson
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|